10 hlutir sem þú átt ekki að segja við par sem á ekki barn

Það er sama hvort þú ert trúlofuð, gift eða í langtímasambandi, það kemur alltaf sá tími þar sem ykkar nánustu hafa miklar skoðanir á því hvert þið stefnið með sambandið.

Margir finna sig knúna til að spyrja pör endalaust „hvenær komið sé að því að koma með eitt lítið kríli.“

Hér eru nokkur skemmtileg dæmi um óþolandi spurningar og athugasemdir sem barnlaus pör fá. The Stir tók saman.

1. „Eruð þið byrjuð að reyna?“

2. „Þið eruð svo heppin að geta sofið út, ferðast og eytt peningunum í óskynsamlega hluti“

3. „Þú sérð þetta bara þegar þú ert komin með börn“

4. „Var verið að djamma af sér rassinn í gær?! Oh hvað ég sakna þess“

5. „Það hlýtur að virka eins og getnaðarvörn fyrir þig að vera í kringum börn“

6. „Já njótið þess að geta stundað kynlíf því eftir að þið eignist börn, verður ekkert eins aftur.“

7.  „Heldurðu að þú sért þreytt núna? Bíddu bara! Þú verður miklu þreyttari þegar þú eignast börn.“

8. „Þið eruð svo heppin að vera bara tvö“

9. „Þú veist ekki hvað ást er fyrr en þú hefur eignast börn.“

10. „Jæja hvenær ætlið þið svo loks að koma með eitt lítið?“

 

SHARE