101 fílingur í Lönguhlíðinni – Myndir

SHARE

Þessi íbúð í Lönguhlíð er með bjartan og fallegan karisma og segir í sölulýsingu að íbúðin sé hönnunarperla og þar er henni rétt lýst. Þá er fjölbýlið við Lönguhlíð verið verðlaunað fyrir hönnun og útlit. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur.

 

 

Íbúðinni fylgir sérsmíðaður sófi með íslensku ullaráklæði og sérsmíðaðar hillur í stofu.

1522025_620348678038393_926031313_n

Hvort tveggja er hannað af HAF by Hafsteinn Juliusson hönnunarstofu sem rekin er af hönnuðunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni.

1972280_620348728038388_2036996163_n

Þessi íbúð er vægast sagt skemmtileg og sérsniðin að miðbæjarstemmingunni og er föl fyrir rúmar 29 milljónir.

1011066_620348631371731_40241396_n

1531869_620348718038389_925175108_n

1924891_620348681371726_2124658618_n

10012461_620348644705063_1353630256_n

10015172_620348734705054_239647941_n

10150805_620348674705060_886623213_n

Hef það sterklega á tilfinningunni að þessi eign seljist á opnu húsi á milli kl.17 – 17.30 sunnudaginn 30.mars

1922474_620348758038385_1161772185_n

Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.

SHARE