12 magnaðar staðreyndir um kaffi

Það eru margir á þeirri skoðun að dagurinn hafi ekki byrjað fyrr en fyrsti kaffibollinn er kominn í hönd. En hversu mikið veistu um þennan uppáhaldsdrykk svo margra?

Eitt af því sem sumir vita ekki er að þeir sem drekka kaffi lifa lengur en þeir sem drekka aldrei kaffi.

Hér eru fleiri atriði sem gott er að vita:

1. Ekki hafa áhyggjur. Það þarf 100 kaffibolla á dag til að ganga að þér dauðri/dauðum.

1-coffee-kills

2. Þú ættir aldrei að hætta að drekka kaffi án þess að trappa þig niður fyrst. You should never quit cold turkey. Fráhvörf vegna koffeins er þekkt sem geðröskun. Einkennin eru höfuðverkur, skapsveiflur, hiti, skjálfti, ógleði, meltingartruflanir, sjóntruflanir og fleira. Ef þú vilt hætt að drekka kaffi, skaltu trappa það niður á svona mánaðartímabili.

3. Já þetta er fíkn. Áhrifin á heilann verða til þess að þetta verður að fíkn líkt og fólk verður háð fíkniefnum.

4. Það sem meira er, þá breytir koffein heilanum. Heilinn fer að framleiða meira af adenósíni. 

5. Í tilraun sem var gerð á kóngulóm kom í ljós að kóngulær sem voru á koffeini áttu erfiðara með að vefa sér vef en þær sem voru á LSD.

6. Býflugur ELSKA koffein. Það er örlítið magn af koffeini í safa sumra blóma og býflugurnar dragast að því.

7. Það tekur aðeins 10 mínútur fyrir áhrifin af koffeininu að koma fram eftir að þú tekur fyrsta sopann. 

8. Það eru ákveðnir tímar að deginum þar sem þú getur drukkið kaffi án þess að rugla í lífsklukkunni þinni.

9. Hvað er þetta? Þetta er koffein í rafeindasmásjá

10. Sagan segir að koffein hafi fyrst verið uppgötvað þegar þorpsbúar í Eþíópíu tóku eftir að geiturnar þeirra sóttu mikið ber kaffiplöntunnar og urðu alveg klikkaðar á eftir.

11. Kaffi innheldur næringarefni sem eru nauðsynleg mönnum, eins og ríbóflavín, mangan og kalíum.

12. Þeir sem drekka kaffi lifa oft lengur en þeir sem ekki drekka kaffi. Það eru minni líkur á því að kaffidrykkjumenn fái sykursýki og hjartasjúkdóma.

SHARE