12 staðreyndir um alkóhólisma sem allir ættu að vita

Það eru margir sem ættu ekki að drekka áfengi. Bæði vegna þess að það fer þeim afar illa og sumir eru líka þannig að þeir missa mjög fljótt stjórn á drykkjunni eftir að hún er hafin. Alkóhólismi er talsvert algengur á Íslandi. Þessi sjúkdómur er arfgengur og því eru sumar fjölskyldur með mikla sögum um alkóhólisma á meðan aðrar fjölskyldur eru ekki með svo marga sem þjást af þessum sjúkdómi.

Ég rakst á þessa grein á TheStir og fannst alveg tilvalið að þýða hana eftir bestu getu og deila með ykkur. Þetta er 12 vísindalegar staðreyndir um alkóhólismi sem allar konur eiga að vita:

1. Það að misnota áfengi og vera ánetjaður áfengi er ekki það sama. Að hvaða leyti? Þeir sem misnota áfengi geta sett sér smá mörk í drykkjunni. Það geta alkóhólistar ekki. T.d. Alkóhólistar drekka jafnvel undir stýri og drekka þó þeir eigi á hættu að eyðileggja sambönd sín og jafnvel missa vinnuna.

2. Alkóhólismi getur byrjað sem ákveðin „huggun“. Drykkjuvandamál byrja gjarnan sem afslöppun. Þetta hvítvínsglas róar þig kannski núna – en ef þú gerir þetta of oft geturðu allt í einu uppgötvað að þú farið að tæma heila flösku eftir „meðal erfiðan“ dag.

3. Alkóhólismi er ekki spurning um viljastyrk. Þetta er krónískur sjúkdómur sem breytir heilastarfsemi þinni – og hegðun þinni. Því meira sem þú drekkur því meira skemmirðu þann hluta heilans sem hefur áhrif á sjálfsstjórn og ákvarðanatöku. Því lengur sem þú notar áfengi því varanlegri verða þessar skemmdir.

Sjá einnig: 26 ástæður fyrir virkan alkóhólista að verða edrú

4. Heilinn skreppur saman þegar þú drekkur mikið. Heili kvenna er líklegri til að skreppa meira saman en heili karla.

5. Það er ekkert eitt sem eykur líkurnar á því að þú verðir alki. Það geta verið margar ástæður fyrir alkóhólisma – Hvort sem þetta sé ættgengt eða bara félagsskapurinn sem maður velur sér. Einnig getur fólk með kvíða, þunglyndi og geðhvörf verið líklegra til að þróa með sér alkóhólisma.

6. Magnið skiptir máli. Ef þú drekkur meira en 8 drykki á viku (eða meira en 4 á einum degi) eru meiri líkur á að þú verðir háð/ur alkóhóli.

7. Mikið þol fyrir áfengi er ekki jákvætt. Í raun er það eitt af merkjunum um að þú þurfir að passa þig á áfengi, að þú sért farin að þola meira magn af því en áður. Það þýðir að líkaminn sé farin að þurfa meira magn af áfengi til að fá sömu áhrifin.

 

8. Það eru ákveðin hættumerki. Færðu stundum fráhvarfseinkenni? Svita? skjálfta? Færðu ógeðslega höfuðverki? Líkami þinn er að láta þig vita að hann vilji meira og hann ætlar ekki að láta þig komast upp með að „snuða“ sig um það. Sumt fólk fær meira að segja ofskynjanir.

9. Alkóhólisminn tekur sinn toll af líkama þínum. Tökum bara nokkur dæmi: Það skaðar hjarta þitt, lifur og veikir ónæmiskerfi þitt og eykur líkur á sumum tegundum krabbameins, eitt af þessum tegundum er brjóstakrabbamein.

 

Sjá einnig: Hann er ofurseldur áfengi – Heimildarmynd um alkóhólisma

10. Það er hægt að meðhöndla fíknina. Það er gaman að segja frá því að 50-60% þeirra sem leita sér meðferðar eru enn edrú eftir ár. Það skiptir miklu máli að hafa félagslegan stuðning og vera hvattur áfram til að breyta lífi sínu til hins betra.

11. Það er engin fljótleg eða auðveld lækning. Í raun er áfengismeðferð að þremur stigum. Fyrst ferðu í afvötnun og losa þig við öll eiturefni úr líkamanum. Svo þarftu að fá ráðgjöf og það sem því fylgir. Þriðja atriðið er að halda þig frá áfengi.

12. Líkamsrækt minnkar líkurnar á því að verða alkóhólisti. Samkvæmt danskri rannsókn, var fullorðið fólk sem hafði verið að æfa reglulega í 20 ár, minna líklegt til að þurfa að leita sér aðstoðar vegna áfengisnotkunar en fólk á sama reki sem hafði verið „sófakartöflur“ í 20 ár.

 

SHARE