13 ára drengur var sendur heim úr skólanum af því að klippingin hans þótti ekki í lagi!

 Hann var sendur heim þegar hann kom í skólann eftir sumarleyfið af því að klippingin hans þótti ekki í lagi. 

 

 

Tveir tímar voru liðnir af skóladeginum þegar Kyle McGeever, 13 ára dreng var sagt að fara heim.  Ástæðan var að klippingin sem hann var með væri gjörsamlega óviðeigandi. Tveir aðrir drengir voru reknir heim af því þeir voru með samskonar klippingu.

Móðir hans, Rebecca Cartwright er afar ósátt við við þessa framkomu við drenginn og segist ekki átta sig á hvernig skólinn getur neitað honum um að vera í skólanum. Þetta sé of langt gengið.

Þetta er í annað skiptið sem þessi drengur á í útistöðum vegna klippingar. Í fyrra var hann settur í einangrun í skólanum í heila viku af því hann hafði þá látið klippa sig eins Cristiano Ronaldo. Hún bætir við að hún hafi séð stráka með  svipaða eða eins klippingu og Kyle þegar hún beið eftir samtali fyrir framan skrifstofu skólatjórans.  Skólinn yrði að hafa sömu reglur fyrir alla og einbeita sér að því að mennta nemendur sína.

Yfirkennarinn hefur ekki tekið athugasemdir fjölskyldunnar til greina. „Þetta var fyrsti skóladagurinn og börn sem ekki voru í skólabúningum voru send heim til að skipta. Við sendum þrjá stráka heim til að laga á sér hárið og Kyle var sá eini sem ekki kom til baka. Það var ekki verið að útiloka hann. Ef nemendur koma ekki í skólabúningi, eru í íþrótta- eða gallabuxum eru þeir sendir heim til að skipta.

Miklar kröfur eru gerðar til nemenda og þeir leggja hart að sér til að verða við þeim. Það var leiðinlegt að rakarinn skyldi klippa Kyle á þennan hátt. Við viljum ekki að börnin haldi að þau geti mætt í skólann án þess að vera í réttum búningi. Við samþykkjum ekki að börnin séu með óvenjulega klippingu hér og þau sem gera það geta ekki verið í bekk með hinum“.
Finnst fólki eitthvað í ólagi með klippinguna á þessum dreng? Hvernig getur maður „lagað“ klippingu á augabragði?

SHARE