15 krúttmolar feta í fótspor eftirminnilegra kvenna: Vegna þeirra, getum við …

Þær eru undursamlega sætar, litlu stúlkurnar sem ljósmyndarinn Jamie Moors myndaði í sporum brautryðjenda fyrri tíma en það er ekki allt; portrettserían sem hér fer að neðan segir magnaða sögu kvenna sem hafa markað spor sín á síður mannkynssögunnar.

Serían, sem ber heitið Because of Them We Can segir í örfáum orðum frá baráttu kvenna við kerfi sem var þeim óhliðhollt, sáu lengra fram á veginn en samferðarfólk þeirra gerði og brutu blað í réttindasögu kvenna víðsvegar um heim.

Myndirnar eru hrífandi og þjóna um leið áhrifaríkum tilgangi, voru teknar í tilefni af Women´s History Month í Bandaríkjunum og gera okkur kleift að líta yfir farinn veg; sjá hverju í raun konur fyrri kynslóða hafa áorkað með hugrekkið eitt að leiðarljósi. Án baráttu þessa kvenna hefði heimssagan eflaust farið á verri veg, en barnungar fyrirsæturnar minna um leið á að hver einasta kona býr yfir þrótti til afreka, hver á sinn einstaka hátt.

malala snagit
Malala Yousafzai var barnung þegar hún krafðist þess að stúlkum yrði gert kleift að hljóta menntun. Fyrir vikið var hún skotin í höfuðið af talíbönskum launmorðingja árið 2012, en lifði af tilræðið.

 

Þegar Hillary Clinton var kosin á bandaríska þingið árið 2001 varð hún fyrsta fyrrum forsetafrú landsins til að gegna embætti. Hún tók við embætti utanríkisráðherra árið 2009 og gengdi því allt til ársins 2013.
Þegar Hillary Clinton var kosin á bandaríska þingið árið 2001 varð hún fyrsta fyrrum forsetafrú landsins til að gegna embætti. Hún tók við embætti utanríkisráðherra árið 2009 og gengdi því allt til ársins 2013.

 

Janet Reno setti mark sitt á mannkynssöguna árið 1993, en hún er fyrsta bandaríska konan til að gegna embætti ríkissaksóknara og þjónaði í forsetatíð Bill Clinton.
Janet Reno setti mark sitt á mannkynssöguna árið 1993, en hún er fyrsta bandaríska konan til að gegna embætti ríkissaksóknara og þjónaði í forsetatíð Bill Clinton.

 

frida
Frida Kahlo var mexíkósk og hvað þekktust fyrir allsérstök sjálfsportrett, en hún var myndlistarkona og gift Diego Rivera. Hún er enn dáð víða um heim fyrir sterkar skoðanir sínar á réttindum kvenna.

audre snagit
Audre Lorde var ljóðskáld og rithöfundur, en meðal þekktustu verka hennar er sjálfsævisögulega ritið A Burst of Light (1988) sem hún ritaði á dánardægri sínu, en hún lét í lægra haldi fyrir brjóstakrabba. Audre sagði konur með sjúkdóminn vera vígamenn, ekki fórnarlömb.

Cheryl Boone Isaacs hefur haldið um almannatengsladeild AMPAS (The Academy of Motion Picture Arts and Sciences) sem heldur hin árlegu Óskarsverðlaun og hefur gert í heil 21 ár. Hún er þriðja konan sem gengt hefur embættinu.
Cheryl Boone Isaacs hefur haldið um almannatengsladeild AMPAS (The Academy of Motion Picture Arts and Sciences) sem heldur hin árlegu Óskarsverðlaun og hefur gert í heil 21 ár. Hún er þriðja konan sem gengt hefur embættinu.

Michelle Obama er lögfræðingur að mennt, tók sæti fulltrúa í borgarstjórn Chicago og vann ötullega að samfélagslegum málefnum áður en hún loks sagði skilið við ferilinn til að styðja eiginmann sinn, Barack Obama til forsetakjörs Bandaríkjanna.
Michelle Obama er lögfræðingur að mennt, tók sæti fulltrúa í borgarstjórn Chicago og vann ötullega að samfélagslegum málefnum áður en hún loks sagði skilið við ferilinn til að styðja eiginmann sinn, Barack Obama til forsetakjörs Bandaríkjanna.

 

Anne Frank var pólskur gyðingur sem fór í felur með fjölskyldu sinni í seinni heimstyrjöldinni og hélt dagbók um veru sína í felum. Vegna orða hennar verður Anne  ávallt heiminum kunn, en hún var að lokum handsömuð og tekin af lífi af nasistum.
Anne Frank var pólskur gyðingur sem fór í felur með fjölskyldu sinni í seinni heimstyrjöldinni og hélt dagbók um veru sína í felum. Vegna orða hennar verður Anne ávallt heiminum kunn, en hún var að lokum handsömuð og tekin af lífi af nasistum.

Gloria Steinem og Dorothy Pitman Hughes stofnsettu hið róttæka réttindabaráttutímarit Women´s Action Alliance árið 1971 en saman ferðuðust konurnar um Bandaríkin og ræddu   kynjamisrétti, misbeitingu í valdi þjóðfélagsstöðu og valdníðslu í skjóli kynþáttahaturs.
Gloria Steinem og Dorothy Pitman Hughes stofnsettu hið róttæka réttindabaráttutímarit Women´s Action Alliance árið 1971 en saman ferðuðust konurnar um Bandaríkin og ræddu kynjamisrétti, misbeitingu í valdi þjóðfélagsstöðu og valdníðslu í skjóli kynþáttahaturs.

 

Susan B. Anthony var súfragetta, blaðamaður, rithöfundur og ræðumaður, en súfragettur  nefndust þær amerísku konur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna þar í landi á nítjándu öld.
Susan B. Anthony var súfragetta, blaðamaður, rithöfundur og ræðumaður, en súfragettur nefndust þær amerísku konur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna þar í landi á nítjándu öld.

 

Alice Walker er bandarískur rithöfundur og ljóðskáld og hefur hlotið hin eftirsóttu Pulitzer verðlaun en heiðurinn hlaut hún árið 1983 fyrir að rita skáldsöguna The Color Purple.
Alice Walker er bandarískur rithöfundur og ljóðskáld og hefur hlotið hin eftirsóttu Pulitzer verðlaun en heiðurinn hlaut hún árið 1983 fyrir að rita skáldsöguna The Color Purple.

 

Moms Mabley var kraftmikill skemmtikraftur og uppistandari sem vakti óskipta athygli fyrir hlýja en jafnframt ögrandi sviðsframkomu og metsöluræður sínar.
Moms Mabley var kraftmikill skemmtikraftur og uppistandari sem vakti óskipta athygli fyrir hlýja en jafnframt ögrandi sviðsframkomu og metsöluræður sínar.

 

Sacagawea var indjánastúlka, landkönnuður og túlkur í vel þekktum leiðangri Lewis og Clark inn í ameríska vestrið, en hún var eina konan í leiðangrinum.
Sacagawea var indjánastúlka, landkönnuður og túlkur í vel þekktum leiðangri Lewis og Clark inn í ameríska vestrið, en hún var eina konan í leiðangrinum.

 

Jemison er fyrsta konan af afrísk-amerískum uppruna sem ferðaðist út í geiminn með geimskutlunni Endeavour árið 1992.
Jemison er fyrsta konan af afrísk-amerískum uppruna sem ferðaðist út í geiminn með geimskutlunni Endeavour árið 1992.

 

Domonique Dawes og Gabby Douglas urðu tvær fyrstu konurnar af afrísk-amerískum uppruna til að hreppa gullverðlaun í fimleikum á Ólympíuleikunum og það með 24 ára millibili.
Domonique Dawes og Gabby Douglas urðu tvær fyrstu konurnar af afrísk-amerískum uppruna til að hreppa gullverðlaun í fimleikum á Ólympíuleikunum og það með 24 ára millibili.

Heimildir: biography.com

SHARE