15 skemmtilegar leiðir til að nota klakabox

Ég er alltaf til í að henda í frystinn frekar en að henda í ruslið. Ég, sem var alin upp á hjara veraldar, á heimili sem voru nokkrar frystikistur og skápar og eini ferðamátinn á veturnar var bátur og snjósleði, veit að það er hægt að frysta mat og hann skemmist ekki á meðan. Ég get tekið út lasagnað sem ég hafði í matinn í fyrra og borðað það með bestu lyst. Svoleiðis er það bara! Ég veit þetta hljómar ekki sem álitlegur kostur þegar þú veltir fyrir þér hvað þú ætlir að borða í kvöld, en þegar letin er við völd og þú nennir ekki út í búð, er mjög gott að geta tekið bara eitthvað úr frystinum.

Klakapokar eru eitt af því sem ég nota gjarnan. Ég bý til engiferskot og frysti nokkurra mánaða byrgðir í klakapokum. ALGJÖR SNILLD!

Klakabox eru líka eitthvað sem ég held upp á, það er ekki alveg hægt að troða þeim jafn vel og pokunum en það er líka sumt sem fer í boxin sem þú kæmir ekki í pokana.

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem ég gróf upp á veraldarvefnum:

 

1. Þú getur fryst afganginn af kaffinu þínu og fengið þér ískaffi….. kannski bara næsta sumar? 

 

 

2. Afgangur af rauðvíni. Er ekki einhverntímann tilefni til að nota þessa mola í sangríu? Ég held það nú!

 

3. Ef jógúrtið er að renna út og enginn á leiðinni að borða það. Skelltu því í klakabox og notaðu í „búst“ seinna. Þú getur líka fengið þér molana í skál eins og ís. Hrikalega gott!

 

4. Frystu safa með kókosmjólk. Þú þarft auðvitað að frysta kókosmjólkina fyrst og hella svo söfunum ofan á og henda aftur í frystinn. 

 

5. Frosnir ávextir fríska upp á alla drykki.

 

 

 

6. Vatnsmelónukubbar!!! NAMM!

 

7. Hversu fallegt er þetta? Blómin eru fryst með ísmolunum og þetta lítur svo fallega út.

 

 

8. Frosin jarðarber með súkkulaði! Gæti þetta verið eitthvað girnilegra? 

 

 

 

 

9. Frosnar blóðappelsínur í sódavatnið.

 

10. Sushi hrísgrjón með allskyns góðgæti

 

11. Frosnir ávextir í „bústið“

 

12. Frosið súkkulaði í mjólkina verður að geðbiluðu mjólkurhristing

 

13. Þetta er líka góður efniviður í mjólkurhristing

 

 

 

14. Aloe vera ísmolar ef þú brennur í sólinni ….. í útlöndum

 

15. Ætt glimmer er eitthvað sem er til! Ég veit ekki hvort það er til á Íslandi en það er pottþétt mega flott í drykk! 

 

 

 

—————

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: kiddasvarf

Hún.is á Snapchat: hun_snappar

SHARE