17 furðulegar staðreyndir um kynlíf

Eftirfarandi staðreyndir eru úr bókinni „1227 Quite interesting facts“ eftir W.W.Norton.

1) Eitt af hverjum tíu börnum í Evrópu er getið í IKEA rúmi.
ikea-bedroom-storage

2) Alfred Kinsey, höfundur bókarinnar Sexual behavior in the human male (1948) átti safn af 5 milljón vespum og gat sett tannbursta inn í typpið á sér, burstaendann á undan.

3) Breskir njósnarar hættu að nota sæði sem ósýnilegt letur af því að það fór að lykta ef að það var ekki „ferskt“.

4) Ein sáðfruma inniheldur 37,5 mb af DNA upplýsingum. Eitt sáðlát jafnast því á við 15875 GB gagnaflutning, sem samsvarar 62 MacBook Pro fartölvum.

5. Karlkynsávaxtaflugur sem hafnað er af kvenkyns drekka áberandi meira af áfengi en þeir sem ná að skora.

6. Kvenkyns mörður deyr ef að hún stundar ekki kynlíf í 1 ár.

7. Sjö Viagrapillur eru seldar á hverri sekúndu.

Viagra

8. Þýska orðið yfir getnaðarvarnir er  Schwangerschaftsverhütungsmittel. Þegar þú ert búin að segja orðið þá er það orðið of seint.

9. Samkynhneigð var skráð sem andlegur sjúkdómur hjá Bandarísku Geðlækningasamtökunum  þar til 1973.

10. Best selda skáldverkið á 15 öld var Saga tveggja elskenda, “The Tale of the Two Lovers,” erótísk saga skrifuð af manni sem seinna varð Pius páfi II.

11. Hver karlmaður framleiðir nægt sæði á tveimur vikum til að gera allar frjóar konur á jörðinni óléttar.

12. Árið 2008 fundu fornleifafræðingar á Kýpur blýtöflu frá 7 öld með eftirfarandi áletrun „Megi typpið á þér finna til sársauka þegar þú nýtur ásta“.  Enginn veit hver lagði álögin á viðkomandi eða af hverju.

13. Stofnandi match.com, Gary Kremen, missti kærustu sína í faðm karlmanns sem að hún kynntist á  match.com.

14. Gymnophoria er heiti yfir þá háttsemi að einhver er að afklæða þig í huganum.

15. Kvenkyns simpansi í ástríðuham hefur jafnmikla krafta og 6 karlmenn.

16. Á olympíuleikunum í London árið 2012, sem stóðu yfir í 17 daga var 150.000 ókeypis smokkum úthlutað til þátttakenda, um það bil 15 smokkar á hvern þeirra.

Smokkur

17. G-bletturinn var næstum því nefndur Whipple kitlarinn eftir Prófessor Beverley Whipple, sem kom frekar upp með nafnið sem við þekkjum í dag.

images (1) gspot

SHARE