Connie-Rose Seabourne er 23 mánaða stúlka í Bretlandi. Hún er með Downs heilkenni og er með eitt fallegasta bros sem til er. Móðir hennar, Julie, hefur fengið fallegar athugasemdir um bros dóttur sinnar og nokkrir mæltu með því að að hún hefði samband við fyrirsætusamtök. Julie gerði það og núna er litla stúlkan komin með 2 fyrirsætusamninga.

 

„Þegar ég talaði við fyrirsætusamtökin um að dóttir mín væri með Downs heilkenni, blikkuðu þau ekki einu sinni auga,“ segir Julie í samtali við Dailymail. „Connie fannst þetta rosalega gaman og hún fer mjög vel eftir leiðbeiningum. Hún skemmti sér svo vel fyrir framan myndavélina.“

Connie fæddist tveimur mánuðum fyrir tímann og hún var ekki greind með Downs heilkenni fyrr en 2 vikum seinna.

down-syndrome-model-toddler-girl-connie-rose-seabourne-14

Svo falleg þessi litla stúlka

down-syndrome-model-toddler-girl-connie-rose-seabourne-9

Stúlkan með fallega brosið

down-syndrome-model-toddler-girl-connie-rose-seabourne-6

down-syndrome-model-toddler-girl-connie-rose-seabourne-15

down-syndrome-model-toddler-girl-connie-rose-seabourne-11

Myndir: Ross Parry

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE