Í seinustu viku kom myndband út sem sýndi, í svart-hvítu, mjög settlega Ameríkana kyssa hvort annað á munninn og internetið fór alveg á hliðina. Það sem þótti svo merkilegt við myndbandið var að þetta fólk þekktist ekki. Þetta var vandræðalegt, en á sama tíma svo sætt og fékk tugi milljóna áhorf á YouTube. Fólk hefur síðan efast um hversu mikið „alvöru“ þetta myndband var, eftir allt saman.

Margir hafa svo gert grín að myndbandinu og búið til allskyns skopstælingar á því. Þetta myndband er svo einstakt því þetta sýnir fólk sem er EKKI módel og ekki í fötum sem þarf að auglýsa og er í alvöru að kyssast í fyrsta sinn. 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE