25 atriði um sambönd sem þú þarft að vita fyrir 25 ára

1. Þú munt fitna aðeins þegar þú ert í stöðugu sambandi með manneskju sem þú elskar. Það er einhverskonar hamingjuskattur.

2. Að segja einhverjum sem þér þykir virkilega vænt um að þú elskir hann/hana ekki lengur, er sársaukafullt og ruglandi. Það mun brjóta í þér hjartað, en meira um það hér að neðan.

3. Að vera sagt, af einhverjum sem þér þykir virkilega vænt um, að hann/hún elski þig ekki lengur er enn meira sárt og ruglandi. Það mun brjóta hjartað þitt í marga mola og er verra!

4. Að kvarta yfir foreldrum maka þíns, við maka þinn, er ekki góð hugmynd. Jafnvel þó tengdaforeldrarnir eigi það skilið. 

5. Það þarf að setja öllum mörk – Líka góða, indæla fólkinu.

6. Karlmenn jafna sig fyrr en konurnar eftir sambandsslit.

7. Að veita fólki nákvæmlega það sem það biður um er mjög gott. Ef maki þinn segir: „Ég þarf smá tíma ein/n“ þá skaltu láta það eftir honum/henni.

8. Það að byrja saman aftur getur alveg endað vel en þá verðið þið að sýna aga og fyrirgefa.

9. Að hugsa hluti eins og: „Hvernig ætli mér liði ef maki minn myndi deyja?“ er ekki góðs viti. Fólk í hamingjusömum samböndum veit nákvæmlega hvernig þeim liði ef maki þeirra myndi deyja.

10. Að fara ósátt að sofa er stundum góð hugmynd. Þegar klukkan er orðin 2 að nóttu er ekki rétti tíminn til þess að leysa úr ágreiningi, sem oftast leysist að sjálfu sér yfir nótt.

11. Það enda flestir í hjónabandi eða langtímasambandi. Notaðu því tímann til að gera alla skemmtilegu hlutina sem þig langar að gera.

12. Það tekur karlmenn lengri tíma að verða ástfangnir (konur fatta það fyrr) en þegar karlmaður er orðinn ástfanginn, verður hann það lengi.

13. Að vera „góð/ur í rúminu“ snýst ekki um að vera liðugur eða með fullkominn líkama. Það snýst í raun bara um að vera „til í tuskið“.

14. Þegar þú heyrir sjálfa/n þig segja „Sko ég veit að ég er að haga mér asnalega….“ þarftu aðeins að fara að skoða hvað þú ert að gera.

15. Það hefur aldrei neinn dáið úr ástarsorg, ALDREI!

16. Það getur verið ávanabindandi að rífast og þræta endalaust. Það er í lagi að gera það stundum en samt ættuð þið að reyna að sleppa því eftir fremsta megni.

17. Það getur stundum tekið konur langan tíma að fá fullnægingu. Stundum tekst það meira að segja ekki. Ekki hafa of miklar áhyggjur og ekki gefast upp. Ykkur mun takast þetta.

18. Það getur stundum tekið karla langan tíma að fá fullnægingu. Stundum tekst það meira að segja ekki. (já í alvöru!) Ekki hafa of miklar áhyggjur og ekki gefast upp. Ykkur mun takast þetta.

19. Kaupið ykkur stórt rúm þegar þið flytjið inn saman. Það er rosalega gott að kúra en þú vilt líka eiga kost á öðrum stellingum til að sofa í.

20. Þegar einhver segir við þig „ég er bara ekki tilbúin/n í samband“ eru örugglega um 2 mánuðir í að hann/hún fari í samband með einhverjum öðrum en þér.

21. Það er hægt að eiga fyrrverandi sem vin/vinkonu á platónískan hátt.

22. Sambönd eru erfið og þarfnast vinnu og stundum er ástin sár. EN samböndin eiga ekki að vera OF erfið, OF mikil vinna eða OF sár.

23. Að stunda kynlíf með einhverjum sem er vondur við þig er alltaf slæm hugmynd.

24. Sá/sú sem þú ert með í dag er ekki endilega sá sem þú munt eyða ævinni með.

25. Parið sem þú heldur að eigi í fullkomnu sambandi með fullkomnum aðila er ekki endilega eins fullkomið og þú heldur.

 

Heimildir: Buzzfeed

SHARE