25. júní er alþjóðlegur dagur vitiligo

Vitiligo eða skjallblettir, eru tilkomnir vegna sjálfsnæmis (autoimmunity) sem sýnir sig í skorti á litafrumum húðarinnar. Þegar þetta sjálfsofnæmi á sér stað framleiðir líkaminn efni sem drepur litafrumur á vissum svæðum og framkallar litalausa bletti á hinum ýmsu stöðum.  Um 1% mannkyns hefur þennan sjúkdóm og verður hans yfirleitt vart um 20 ára aldurinn, en getur þó komið fram á hvaða aldri sem er. Blettirnir sem myndast er mun meira áberandi á fólki sem er dökkt á hörund og er hættulaus, fyrir utan að geta valdið fólki andlegri vanlíðan.

Í skjallblettum ræðst ónæmiskerfið á sortufrumur (melanocytes) sem framleiða litarefni húðarinnar. Afleiðingarnar verða þær að litlaframleiðslan hættir á því svæði þar sem sjálfsnæmið myndast og litlaust svæði hlýst af. Svæðið getur verið allt frá litlum afmörkuðum bletti upp í það að allur litur líkamans hverfi. Sé um hært svæði að ræða kunna hárin að missa lit.

Láti ónæmiskerfið af árás á litafrumurnar gengur sjúkdómurinn til baka. Oft byrja þá frumur í kringum hárin að búa til lit, svæðin stækka síðan og renna saman. Líkindi á bata eru álitin góð en í sumum tilfellum helst sjúkdómurinn ævilangt.

 

11430131_1069857433025303_1632301331574713487_n

Vitiligo: sérkennilegt en um leið svo einstakt

10980712_1556029438008871_4724585440981022281_n

Fyrirsætan Chantelle Brown-Young

Winnie_1

Sæt: Fyrirsætan lætur blettina sína ekki aftra sér

Sjá einnig: http://hun.moi.is/model-med-sjaldgaefan-hudsjukdom-naer-langt/

treatment-for-vitiligo

Symptoms-of-Vitiligo

vitiligo31

Mikhael Jackson: vitiligo hafði í för með sér miklar breytingar á útliti hans.

Sjá einnig: Segist vera sonur Michael Jackson – Er líka tónlistarmaður – Myndband

th

Prince: Sonur Michael Jackson er einnig með skjallbletti

                                                  Heimildir: NIH

SHARE