27 leiðir til að nota matarsóda

Mynd: www.secrethealthy.com

1. Andlitsskrúbbur:  Hægt er að gera mildan andlitsskrúbb með þremur hlutum af matarsóda á móti einum hluta af vatni. Blandan verður alveg lyktarlaus og hefur mjög góð áhrif á húðina.

2. Á skordýrabit:  Það dregur úr sársauka og ertingu vegna skordýrabita að bera á þau blöndu af matarsóda og vatni.

3. Bakaraofn: Blanda saman 4 msk matarsóda, 5 dropum uppþvottalög og 4 msk borðedik. Þetta er borið á kaldan ofninn og nuddað létt yfir erfiðistu blettina. Annars strokið af og þvegið svo með hreinni tusku. Einnig er hægt að leggja þverskorna sítrónu/lime á alla erfiðistu blettina og hita ofninn.

4. Baðherbergið: Hellið matarsóda á erfiða bletti á vaski og baðkari og hellið svo borðediki yfir, þetta freyðir og losar blettina. Nuddið ef blettir eru fastir.

5. Barnabað: Tvær matskeiðar af matarsóda í baðvatnið hjá barni hjálpar til við að losna við útbrot á bleyjusvæðinu.

6. Betra sjampó: Settu þitt venjulega magn af sjampói í lófann á þér og bættu svo við smá matarsóda áður en þú þværð á þér hárið. Þetta djúphreinsar hárið og fjarlægir allar leifar af hárvörum.

7.„Detox“ bað: Hreinsaðu út öll eiturefni úr húðinni þegar þú ferð í bað með því að setja hálfan bolla af epsom salti og hálfan bolla af matarsóda út í vatnið.

8. Djúphreinsandi sápa: Hægt er að gera mjög endurhreinsandi og góða sápu fyrir líkamann með matarsóda. Settu matarsóda í ílát og bættu við 10 dropum af ilmolíu. Svo blandar þú vatni hægt og rólega saman við þangað til þú færð þá áferð sem þú óskar eftir.

9. Ferskar og vel ilmandi skúffur:  Ef þú vilt losna við skápalykt úr kommóðu eða skúffu í skáp þá er sniðugt að setja matarsóda í botninn á skúffunni og setja svo veggfóður eða einhverja skúffuklæðningu yfir. Þá verður alltaf fersk og góð lykt af fötunum þínum.

10. Froðubað: Fylltu box með tveimur og hálfum bolla af matarsóda,  hálfum bolla af kornsterkju og tvo bolla af cream of tartar og blandaðu vel. Nóg er að setja 1/4 bolla af blöndunni í baðið. 

11. Frostþurrkur: Ef að húðin þín er rauð og viðkvæm eftir mikla útiveru í kulda er gott að bera á andlitið matarsóda. Blandaðu þremur hlutum af matarsóda á móti einum hluta af vatni.

12.Fótaskrúbbur: Fylltu bað með heitu vatni og bættu við þremur matskeiðum af matarsóda. Gott er að skrúbba svo fæturna með grófum bursta á eftir.

13. Gott við kláða: Ef þú finnur fyrir miklum kláða á köldum vetrarmánuðum er gott fyrir húðina að setja bolla af matarsóda og 1/4 bolla af barnaolíu í baðvatnið.

14. Greiðuhreinsir: Alveg eins og hárið þitt þá verða hárburstar og hárgreiður líka óhreinar. Þær húðast með olíu og hárvörum en matarsódi getur hreinsað allt þetta í burtu. Settu burstana og greiðurnar í skál með heitu vatni og bættu við teskeið af matarsóda. Mundu að hreinsa og þurrka vel fyrir næstu notkun.

15. Handsnyrting/Fótsnyrting: Dýfðu bursta í matarsóda og nuddaðu vel yfir neglurnar þínar. Þetta  fjarlægir allar leifar af gömlu naglalakki og mýkir einnig naglaböndin.

16. Lausn við táfýlu: Settu matarsóda í kaffipoka eða sokk og settu í tána á skónum þínum. Þetta skemmir ekki efnið í þeim en dregur í sig alla lykt

17. Munnskol:  Ein teskeið af matarsóda út í lítið glas af vatni.

18. Mýkri hendur: Blandaðu þremur hlutum af matarsóda á móti einum hluta af mildri fljótandi handsápu. Útkoman verður ótrúlega mild blanda sem gerir hendurnar þínar mjög mjúkar.

19. Ráð við flösu: Nuddaðu matarsóda í hársvörðinn í staðinn fyrir sjampó ef þú átt í vandræðum með flösu. Eftir nokkrar vikur verður hársvörðurinn hreinn og allar flögur farnar.

20. Skartgripahreinsir: Matarsódi er frábær í þrif á skartgripum sem ekki hafa neina demanta eða steina. Ef að silfrið er byrjað að dökkna er gott að nudda á það blöndu gerða úr 1/4 bolla af matarsóda og tveimur matskeiðum af vatni. Gott er að nota svamp í þetta og verður silfrið eins og nýtt eftir að það hefur verið skolað og þurrkað.  Til að hreinsa gull er best að húða skartgripinn með matarsóda og hella svo ediki yfir það og hreinsa svo vel á eftir.

21. Stíflulosun: Hálfur bolli af matarsóda hellt í niðurfallið, helt háflum bolla af borðediki ofaní niðurfallið, láta virka í þónokkrar mínútur hella svo 2-3 lítrum af soðnu vatni og láta svo heitt vatn renna í svolítinn tíma, ef stífla losnar ekki, endurtaka þá.

22. Svitalyktareyðir: Notaðu fingurna til þess að setja smá matarsóda varlega í handarkrikana, þá ertu með svitalyktareyði án allra aukaefna.

23. Særindi eftir rakstur: Ef húðin þín er mjög rauð eftir rakstur með rakvél virkar vel að bera á fótleggina bolla af vatni með tveimur matskeiðum af matarsóda. Þetta minnkar roða og dregur úr ertingu.

24. Tannkrem: Tannkrem gert úr matarsóta og vatni virkar vel sem tannhvíttun. 

25. Til að fjarlægja matarlykt: Ef þú notaðir fisk, hvítlauk eða annað lyktarmikið í eldamennskuna getur oft verið mikil matarlykt á höndunum þínum.  Nuddaðu á það matarsóda og vatni og lyktin hverfur strax.

26. Þurrsjampó: Settu örlítið af matarsóda í hárið og greiddu svo í gegnum það. Matarsódinn dregur í sig olíur og hreinsar þannig hárið. Mjög mikilvægt er að setja bara lítið í einu, annars verður hárið hvítt.

27. Þvottaefni: Bættu bolla af matarsóda við venjulega þvottaefnið þitt þegar þú þværð þvott. Þetta eykur hreinsimátt þess og gerir allar litaðar flíkur bjartari.

Heimild: iVillage

SHARE