28 reglur fyrir feður sem eiga drengi

Móðir nokkur sem heitir Sarah skrifaði á bloggið sitt færslu sem hefur farið um allt upp á síðkastið. Hún lét færsluna heita:  28 reglur fyrir feður sem eiga drengi og það er nákvæmlega það sem þetta er:

1. Elskaðu mömmu hans. Hann mun elska eins og þú elskar og hann mun hata eins og þú hatar. Svo veldu ástina fyrir ykkur báða og tileinkaðu þér hana. Elskaðu með öllu hjartanu þínu og tjáðu ástina á hverjum degi. Svo, einn daginn, muntu sjá hvernig hann elskar sína eigin konu og þá veistu að þú áttir þátt í þessu.

2. Leyfðu honum að keyra. Öll börn muna eftir fyrsta skiptinu þegar pabbi leyfði þeim að stýra í fanginu á sér. Á þessu augnabliki mun hann trúa því að hann sé eins og þú.

3. Kenndu honum að vera vandlátur. Sérstaklega þegar kemur að konum og hamborgurum, hann á ekki að sætta sig við hvað sem er.

4. Farðu með hann á völlinn. Það er eitthvað við það að sitja með syni sínum og horfa á fótboltaleik í sólinni.

5. Ást og hugrekki. Það virðist vera innbyggt í stráka að þeir verði að vera harðir af sér. Þegar hann er ungur mun hann tjá ást sína að fullu og með sakleysi. Þegar hann vex úr grasi fer hann að fela tilfinningar sínar og þurrka af sér kossa. Kenndu honum að vera maður sem þurrkar ekki kossana af og sýna hugrekki til að elska.

6. Talaðu um kynlíf. Stundum þurfa strákar bara að vita að allir menn eru skapaðir jafnir.

7. Kenndu honum að vera karlmannlegur karlmaður. Sýndur honum hvernig á að vera hugrakkur og harður í kringum strákana. Síðan, á leiðinni heim, minntu hann þá á að það er allt í lagi að gráta.

8. Segðu honum leyndarmál. Hafið samskipti. Talið saman. Talið um allt. Leyfðu honum að segja þér frá stelpum, vinum og skólanum. Hlustaðu. Spurðu spurninga. Segðu honum frá draumum, vonum og því sem skiptir máli. Hann er ekki bara sonur þinn og þú ert ekki bara pabbi hans, þið eigið að vera vinir líka.

9. Kenndu honum mannasiði. Stundum þarftu bara að vera pabbi hans og ekki bara vinur. Heimurinn er betri staður þegar fólk er kurteist og brosandi.

10. Kenndu honum hvenær hann á að standa upp og hvenær að labba í burtu. Hann þarf að vita að hann á ekki að lemja frá sér til þess að sanna mál sitt. Hann  hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Kenndu honum að öðlast virðingu og að hann trúi því að hann eigi virðingu skilið. Það þýðir ekki að hann eigi að svara fyrir sig með hnefa eða orðum, því oft segir þögnin meira en nokkur orð.

11. Kenndu honum að velja sér orrustur. Vertu viss um að hann kunni að velja sér orrustur sem eru þess virði að berjast fyrir. Eins og fyrir fjölskylduna sína eða íþróttaliðið sitt. Minntu hann á að fólk getur verið illkvittið og leiðinlegt vegna afbrýðisemi eða annarra ástæðna. Hjálpaðu honum að skilja hvern hann á bara að ganga í burtu frekar en að berjast. Kenndu honum að vera stærri og betri manneskja.

12. Leyfðu honum að dansa á nærbuxunum. Dansaðu bara með honum. Kenndu honum að það eru alltaf augnablik þar sem það er í lagi að vera algjörlega fáránlegur.

13. Deildu með honum tónlist. Kynntu fyrir honum klassískar perlur dægurlaganna og lærðu hvað er í gangi í tónlistinni í dag. Búið til ykkar eigin hljómsveit, deilið heyrnartólum og hlustið á Pink Floyd í bílnum. Búið til ykkar eigin safnplötu.

14. Leyfðu honum að vinna. Stundum þarf hann að vita að það er hægt að gera stóra hluti.

15. Talaðu um fjölskylduna við hann. Láttu hann vita að það er alltaf þess virði að berjast fyrir fjölskylduna sína. Þið hafið alltaf hvorn annan.

16. Vertu pabbi hans. Að vera pabbi hans er án efa eitt af þínum stærstu afrekum. Segðu honum hvað þér finnst gaman að vera pabbi hans og að einn daginn verði hann örugglega verða pabbi líka. Minntu hann á það aftur og aftur með orðum og kossum að enginn elski hann á sama hátt og þú.

17. Hlustaðu á hann í dag. Ef þú hlustar ekki á alla litlu hlutina núna, þá mun hann ekki deila með þér stóru hlutunum seinna meir.

18. Leyfðu honum að prófa skóna þína. Jafnvel þó þeir séu gamlir og ljótir. Leyfðu honum að fara með litlu fæturnar sínar í skóna þína og fylgstu með honum því hans draumur er að hann geti fyllt upp í skóna þína einn daginn.  

19. Gefðu honum bangsaknús. Knúsaðu hann fast og kitlaðu hann. Þetta er bara faðmlag sem pabbi getur gefið.

20. Baðaðu hann. Af því mamma getur ekki gert allt!

21. Kenndu honum að pissa standandi. Leyfðu honum að pissa úti því það er eitt af forréttindum þess að vera karlmaður. Mamma getur ekki kennt honum þetta svo þú verður að gera það.

22. Svaraðu honum. Hann býst við að þú vitir svörin. Ef þú veist ekki svarið, leitaðu þá að svarinu.

23. Kúldrastu með hann. Af því litlir strákar elska að sjá hvað pabbi er sterkur. Hentu honum upp í loft svo hann viti að þú verður alltaf þarna til að grípa hann.

24. Spyrðu mömmu. Hann mun koma til þín með spurningar sem hann vill ekki spyrja mömmu sína að, um stelpur og ástina. Spyrðu mömmu þá, hún mun vita svarið.

25. Elskaðu hann eins og þú myndir elska dóttur þína. Litlar stelpur eru ekki þær einu sem þurfa knús og kossa.

26. Safnaðu bumbu. Af því að öll börn eiga skilið að geta lagt höfuðið á mýksta kodda í heimi.

27. Ekki tala, framkvæmdu! Ameríski uppfinningamaðurinn Charles F. Kettering sagði einu sinni: „Allir feður eiga að muna að einn daginn mun sonur hans fylgja hans frumkvæði, ekki ráðleggingum hans. Vertu góð fyrirmynd.“

28. Vertu hetjan hans.  Þú ert það hvort sem er. Fyrir honum ertu jafn sterkur og Batman, jafn snöggur og Spiderman og jafn gáfaður og Ironman. Ekki valda honum vonbrigðum. Sýndu honum að pabbi er stærsta hetjan af þeim öllum. Pabbi getur bjargað deginum.

SHARE