3 jógastöður sem tóna rassinn

Margir sem stunda jóga eru með mjög sterkan neðri hluta líkamans. Það eru nokkrar jógastöður sem styrkja sérstaklega rassvöðvana og gefa þér kúlurassinn sem þú hefur alltaf þráð.

Stólastaðan

Sjá einnig: 5 æðislegar jógastöður til að æfa magavöðvana

A. Með hné og fætur saman, beygðu þig í hnjánum þangað til það er líkt og þú sitjir í stól. Passaðu bara að halla ekki of mikið fram og hafa bakið eins beint og þú getur. Teygðu handleggi upp og láttu lófana snúa að hvor öðrum.

B. Á meðan þú ert í „stólnum“ lyftu þá hægri fæti upp í allt að 90° og dragðu andann að þrisvar sinnum. Láttu fótinn síga og réttu úr þér. Endurtaktu hinum megin. Gerðu tvisvar sinnum fyrir hvorn fót.

Stríðsmaður III

Sjá einnig: 5 erfiðustu jógastöðurnar

A. Stattu bein/n í baki og með hendur í bænastöðu fyrir ofan höfuð, með vísifingur upp í loft. Taktu eitt skref fram með hægri fæti. Þyngdin á að vera í hægri fæti og tærnar á vinstri snerta gólfið fyrir aftan.

B. Byrjaðu á því að lyfta vinstri fætinum upp fyrir aftan og reyndu eins og þú getur að mynda T með líkamanum. Taktu þrjá djúpa andadrætti. Skiptu svo um fót. Gerðu fjórum sinnum fyrir hvorn fót.

Dúfan

Sjá einnig: Ert þú ALLTAF í jógabuxum?

Þessi teygja teygir á mjöðmum þínum og rasskinum. Sittu á hælunum með hnén beygð og axlir beint yfir gólfi. Hægt og rólega teygðu vinstri fótinn aftur þangað til hann er beinn aftur. Dragðu hægri fótinn upp á vinstra læri og þrýstu hægra læri fram. Haltu þessari stöðu á meðan þú dregur 5 andardrætti og endurtaktu fyrir hina hliðina.

Heimildir: Prevention

Myndir: HILMAR HILMAR

SHARE