BIOEFFECT® 30 DAY TREATMENT er ný og öflug 30 daga andlitsmeðferð sem vinnur gegn sýnilegum áhrifum öldrunar á húðina. Við þekkjum flestar til þessarra vara hér á landi undir nafninu EGF en þær eru seldar undir vörumerkinu Bioeffect á erlendum mörkuðum og er þessi 30 daga meðferð sú virkasta af þessum vörum.

Meðferðin inniheldur 3 mikilvæga frumuvaka,  sem eru náttúrulegar húðinni og stuðla að því að hún endurnýji sig. Með aldrinum minnkar virkni þessara frumuvaka í húðinni og húðin fer að þynnast og hrukkur að myndast.

Bioeffect 30 Day Treatment er borið á, tvisvar á dag í mánuð og hafa rannsóknir sýnt að hrukkur minnka um 34% við notkun meðferðarinnar. Mælt er með því að húðmeðferðin sé svo notuð 1-4 sinnum á ári en það fer eftir ástandi húðarinnar.

Við ætlum, í samstarfi við EGF,  að gefa tveimur heppnum lesendum svona 30 daga meðferð og það eina sem þú þarft að gera er að setja hér fyrir neðan, í athugasemd: „já takk“ og þú kemst í pottinn. Drögum á miðvikudaginn!

BIOEFFECT hefur á skömmum tíma tryggt sér sess sem eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. Þúsundir ánægðra notenda um allan heim lýsa þeim sem húðvörum sem raunverulega virka. Hundruðir greina hafa birst í virtum erlendum tímaritum á borð við Vogue, ELLE, Marie Claire, Harper‘s Baazar o. fl. um einstaka virkni, hreinleika og íslenskan uppruna BIOEFFECT húðvaranna.

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE