36 ráð til karlmanna – Frá eldri karlmönnum

Photo by stockimages
Photo by stockimages

Þessi ráð koma frá eldri og reyndari mönnum:

1. Reyndu við stúlkur sem þú ert viss um að séu of fallegar fyrir þig, þú munt koma sjálfum þér á óvart

2. Ekki stunda kynlíf með neinni sem langar ekki jafn mikið til þess og þig

3. Aldrei lemja neinn nema hann sé raunveruleg ógn

4. Allir hattar eiga að hafa tilgang

5. Ekki fara með hana í bíó á fyrsta stefnumót

6. Rakaðu þig þegar húðin er búin að vera í bleytu

7. Ekkert lítur betur út en sérsaumuð jakkaföt

8. Rakaðu þig í sömu átt og skeggið vex í fyrstu umferð

9. Horfðu alltaf í augun á þeim sem þú ert að tala við

10. Keyptu þér drullusokk ÁÐUR en þú ÞARFT drullusokk

11. Hreyfing gerir þig hamingjusaman. Hlauptu, lyftu og taktu þátt í íþróttum

12. Tannburstaðu áður en þú setur á þig bindið

13. Leggðu eitthvað fyrir, af laununum þínum, í hverjum mánuði

14. Hringdu í foreldra þína einu sinni í viku

15. Ekki nota bindi sem er fest á þig með klemmu

16. Taktu þétt í hönd þeirra sem þú heilsar

17. Hrósaðu skónum hennar

18. Kláraðu alltaf úr glasinu þínu

19. Ef þú ert ekki sjálfsöruggur, láttu eins og þú sért það. Þetta kemur allt saman

20. Vertu meðvitaður um líkamstjáningu þína

21. Stattu upp þegar þú ert að heilsa með handabandi

22. Spyrðu meira en þú svarar. Það elska allir að tala um sjálfa sig

23. Vertu alltaf með aukaföt nærri þér

24. Keyptu þér hágæða verkfæri, þá þarftu bara að kaupa þau einu sinni

25. Til þess að vera karlmannlegur þarftu ekki bara að hugsa vel um sjálfan þig, heldur aðra líka

26. Þegar þú ert gangandi, horfðu þá beint fram en ekki á fæturnar þínar

27. Finndu ástríðu þína í lífinu og sjáðu hvort þú getir ekki grætt peninga á því að fást við það

28. Ekki láta litla heilann hugsa fyrir stóra heilann

29. Það skiptir ekki máli, við hvað fólk starfar, það eiga allir skilið að fá virðingu

30. Það er mjög mikilvægt að taka ábyrgð. Slæmir hlutir eru alltaf að gerast og það er þitt að yfirstíga hindranirnar

31. Sá sem reiðist fyrst, tapar

32. Gerðu það sem þarf að gera án þess að kvarta. Það flýtir ekkert fyrir að vera síkvartandi

33. Aldrei hætta að læra

34. Ekki breyta sjálfum þér til þess að þóknast öðrum

35. Konum finnst sjálfstraust kynþokkafullt

36. „Ég vildi að ég hefði eytt meiri tíma í vinnu!“ segir enginn á dánarbeði sínu

SHARE