45. hæða háhýsi sem var tekið yfir af hústökufólki – Myndir

Þessi bygging heitir Tower of David og er yfirgefinn og ókláraður skýjakljúfur í höfuðborg Venesúela, Caracas. Turninn er nú orðinn heimili 3000 manns sem hafa tekið þennan 45 hæða turn yfir.  tower-of-david-caracas-255

Bygging á turninum hófst árið 1990 og verktaki þess, David Brillembourg, vildi að byggingin yrði tákn um bjarta fjárhagslega framtíð Caracas. Framkvæmdirnar stöðvuðust þó árið 1994 og ríkið tók bygginguna í sína eigu og hún var aldrei kláruð. Það er engin lyfta í byggingunni, ekkert rafmagn og ekkert vatn, engar svalir og sumstaðar eru ekki einu sinni veggir. tower-of-david-caracas-246

Árið 2007 tók svo hústökufólkið bygginguna og fljótlega varð byggingin þekkt fyrir að vera heimili glæpamanna og fíkniefnaneytenda. Þrátt fyrir það hafa margir íbúar komið sér upp þægilegu og sjálfbæru samfélagi í byggingunni. Það er búið að koma upp rafmagni og vatni í byggingunni og er búið í íbúðum alveg upp á 22. hæð.

tower-of-david-caracas-72

Eins og fyrr segir eru engar lyftur, en það er hægt að fara á mótorhjólum upp á 10. hæð en taka svo tröppurnar þaðan.

Í turninum eru lagerar, fatabúðir, snyrtistofur, tannlæknir og dagvistun fyrir börn. Sumir íbúar eru meira að segja með bílastæði í bílakjallaranum og 700 fjölskyldur eru komnar í bygginguna. 

SHARE