Barnaperri á facebook? – foreldrar verum vakandi fyrir velferð barnanna okkar!

Í gær birti móðir eftirfarandi status og mynd á facebooksíðu sinni þar sem að hún varar aðra foreldra við barnaperra á facebook.

Aðilinn virðist fela sig á bakvið mynd af þessari fallegu stúlku, en myndin er líklegast fengin að “láni” á netinu.
Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en rétt er að við foreldrar séu vakandi saman fyrir velferð barnanna okkar.

“Sælir vinir, ég fékk símtal í gærdag þar sem mér var sagt að manneskjan sem væri með þessa facebook síðu hér á myndinni væri barnaperri og það sem meira væri að sonur minn sem er … ára væri vinur hennar á fb sem og fleiri krakkar/strákar úr Grindavík. Það virtist sem þetta væru aðallega krakkar úr Grindavík og Akureyri og strákar í meirihluta (skólarnir voru saman á Reykjum). Ég talaði við son minn og hann kannaðist við að vera vinur “hennar” á fb en þekkti hana ekkert. Mamman sem sagði mér frá þessum aðila talaði um að hún vissi til þess að “hún” hefði í spjalli verið að biðja strákana að senda sér kynferðislegar myndir af sér , þessi manneskja hefði einnig haft aðra fb síðu undir Sara Ósk og notað hana í svipuðum erindagjörðum. Eitthvað hefur þessi manneskja að fela greinilega því í gær þá gat ég flett upp vinum hennar en “hún” er aldeilis búin að breyta stillingum hjá sér núna. Ég vildi bara vara aðra við eins og ég var vöruð við. Verum vakandi saman.”

1383372_10151908657328044_783476446_n

SHARE