5 leiðir til að finna þig þegar þú ert áttavillt/ur

Líður þér eins og þú ert fastur eða föst í lífinu? Ekki örvænta, því stundum þurfum við að vera áttavillt til þess að finna okkur sjálf. Eitt augnablikið getur þú verið með allt á hreinu og vitað markmið þín og vitað hvað þú átt að gera næst, en svo getum við öll lent í því að snúast algjörlega við og vitum ekki hvað snýr upp eða niður. Breytingar eru aldrei auðveldar en þær eru alltaf nauðsynlegar. Það er eins og með orkuna, ef hlutirnir breytast aldrei, myndi lífið staðna og því meira sem við getum aðlagað okkur flæðinu, verður allt auðveldara fyrir okkur.

o-CROSSROADS-facebook

Búdda sagði að við missum aðeins það sem við erum að halda í, svo þegar kemur að því að þú þurfir að breyta til hjá þér og líður eins og þú ert týnd/ur, skaltu muna þessi atriði:

1. Lífið er ferðalag, en ekki áfangastaður

Það er engin endastöð í lífinu, fyrr en við erum að enda það. Reyndu að læra eitthvað á hverjum degi, því það nærir sálina þína og fær þig til að stækka í vissum skilningi. Róaðu þig niður, því þú þarft ekki á vera á neinum öðrum stað en þú ert akkúrat núna á og gerðu það besta úr aðstæðum þínum.

Sjá einnig: Elskar þú sjálfa/n þig?

2. Treystu á þig

Þú ert eina manneskjan sem veit best hvað þú ert að leita af, svo taktu þér tíma í að skoða þig að innan og finna út það sem heldur hjarta þínu gangandi og lífi í æðunum þínum. Þegar breytingar eiga sér stað, eru þær alltaf nauðsynlegar og þó að þér finnist kannski eins og himinn og jörð séu að farast eða eitthvað gerist sem þú vilt ekki að gerist, skaltu hafa það hugfast að þú munt skilja síðar hvers vegna að það þurfti að gerast.

3. Vertu viðkvæm/ur

Viðkvæmni er fyrsta skrefið í áttina að hugrekki og er grunnurinn af sjálfsöryggi. Hver vill svo sem vera sett/ur á einhvern stað sem þeim líður eins og þau hafi enga stjórn? Það er erfiður staður til að vera á, en að læra að sleppa tökunum þegar sálin þín fer í baráttuna við egóið. Egóið þitt berst til þess að halda stjórninni, á meðan undirmeðvitundin þín veit að þú þarft að gefast upp. Þetta er stórfengleg leið til að reyna að fá þig til að hætta að leyna því hver þú í rauninni ert, svo þú getir látíð ljós þitt skína og komist á rétta braut.

Sumir segja að maður hefur áður á öðru stigi ákveðið þá braut sem maður ætli að ganga í þessu lífi og að þú ert hér til þess að ganga þann veg.

Sjá einnig:Kaflarnir í bókinni þinni

4. Taktu áhættuna

Þú munt aldrei koma til með að vita það, nema að þú reynir. Það besta við breytingar er að þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. Lífið mun alltaf færa þér valmöguleika, en það er í þínum verkahring að taka ákvarðanirnar og nýta þér möguleikana þegar þeir koma.

5. Vertu föst eða fastur

Ef þú ert upptekin/n af því hvað þú ert búin að þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum til að komast á þann stað sem þú vilt, leyfðu þér þá bara að vera í svolitla stund á þeim stað. Við reynum oft að þröngva hlutunum þegar okkur leiðist eða erum óánægð, sem getur orðið til þess að fleiri vandamál koma upp á yfirborðið. Ef hlutirnir eru hreinlega ekki að gerast, gæti bara verið að heimurinn þurfi meiri tíma til að rétta sig af og safna allri þeirri orku sem þú þarft á að halda til að lyfta þér upp á hærra stig. Huggaðu þig við það að þú ert ávallt á þeim stað sem þú átt að vera á, hverju sinni.

Sjá einnig: Þekkir þú karma? – 8 litlu lögmálin sem fáir vita

Heimildir: Spiritscience

SHARE