6. des – Jóladagatal Hún.is

Nú fer að líða að jólum og þá komumst við á Hún.is í gjafagírinn. Seinustu tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og ætlum að halda því áfram. Í dag ætlum við að gefa einum heppnum vini okkar gjafabréf á hinum margrómaða veitingastað Argentínu Steikhúsi.

Argentina-salur2

Argentína Steikhús var opnað 27. október 1989 og er uppáhaldsveitingastaður fjölmargra Íslendinga, en staðurinn hefur verið rekinn af þeim Kristjáni Þóri Sigfússyni og Ágústu Magnúsdóttur síðan 2003.

Jólaævintýri Argentínu er eitt það veglegasta jólahlaðborð sem hægt er að fara á og það geta allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Það er áreiðanlegt að enginn fer svangur heim eftir svona ævintýri en þetta er ekta amerískt kalkúna- og sælkerahlaðborð:

Meðal rétta á glæsilegu hlaðborði þeirra eru eftirfarandi réttir:

Forréttir

Graflax
Kryddgrafinn nautavöðvi
Hreindýrapaté
Nauta carpaccio með klettasalati og parmesan
Ceviche, kókos og engifermarineraður skelfiskur
Kalkúnasalat
Kalkúnabollur Mango / jalapeno

Heitir og kaldir aðalréttir

Kalkúna galantine fyllt Serranoskinku og sólþurrkuðum tómötum
Kalkúnabringur
Roast beef
Hamborgarhryggur
Heilsteiktur kalkúnn
Grillað oriental kryddlegið lamb

Eftiréttir

Ensk jólakaka
Creme Brulée
Brownies með súkkulaðimús
Ávaxtasalat
Óáfengt eggja Punch
Panna Cotta með kirsuberjasósu
Tiramisu
Vanilluís
Karmellusósa og jarðaberjasósa

Meðlæti

Graflax sósa
Rauðlaukssulta
Piparrótarsósa
Spánskt kartöflusalat
Hefðbundið kartöflusalat
Bigardesósa
Villisveppasósa
Rauðvínssósa
Trönuberjasósa
Kalkúnafylling
Sætar kartöflur
Sykraðar kartöflur

Til þess að vera með í leiknum skrifaðu þá hér í athugasemdir „Argentína“ og þú kemst í pottinn. Drögum út í kvöld.

SHARE