6 jógastöður fyrir þig og leikskólabarnið

Jóga er einhver vinsælasta leið dagsins í dag til þess að halda sér í formi. Stórstjörnur á borð við Jennifer Aniston og Miley Cyrus keppast við lofa íþróttina og þakka þær jóganu fyrir stæltan líkama sinn.

Við mömmurnar komumst nú ekki alltaf í jógatíma en sem betur fer er hægt að stunda jóga með börnunum sínum. Ég geri þessar pósur sem ég fann í bókinni Itsy Bitsy Yoga for Toddlers and Preschoolers eftir Helen Garabedian með minni 3ára og stundum fæst þessi 1 árs til þess að vera með. Þetta er gæðatími og við skemmtum okkur vel við þetta.

7 Yoga Poses To Do With Your Toddler 5

Hoppandi Tré

Haltu í hendurnar á barninu og stattu í 20-30 cm fjarlægð. Færið hægri fótinn og tillið ilinni á innanvert lærið hjá hné vinstri fótar. Haldið stöðunni í 20-30 sekúndur og beygið og réttið úr fætinum sem þið standið í. Skiptið um fót og endurtakið eins og þið viljið.

7 Yoga Poses To Do With Your Toddler 6

Asninn

Þið eigið eftir að skemmta ykkur vel í þessari stöðu. Setið hendur niður í gólf og hafið gott bil á milli hnjánna. Setið rassinn upp í loftið og lyftið öðrum fætinum upp. Réttið úr fætinum og sveiflið honum þrisvar upp og niður. Skiptið um fót og endurtakið með bros á vör.

7 Yoga Poses To Do With Your Toddler 3

Stjörnuhrapið

Standið með lappir í sundur og teygið hendurnar út til hliðar. Snúið lófunum niður og beygið ykkur niður þannig að önnur höndin teygir sig upp í átt til loftsins og hin vísar niður í gólf. Horfið upp á eftir hendinni  og haldið stöðunni í nokkrar sekúndur. Komið rólega upp í byrjunarstöðu og skiptið um hlið. Endurtakið allt að 5 sinnum.

7 Yoga Poses To Do With Your Toddler 4

Fljúgandi Hjarta

Börn þurfa að læra slökun og þessi staða hjálpar svo sannarlega til við slökunarkennsluna. Setjist í indíánastöðuna og hafið iljarnar saman. Setið hendur á gólfið fyrir aftan bak og gætið þess að fingurnir vísi frá ykkur. Hallið ykkur aftur, lyftið bringunni upp og andið djúpt inn og lengi út. Haldið stöðunni í 15-20 sekúndur

7 Yoga Poses To Do With Your Toddler 1

Stjarnan

Standið með lappir í sundur og lyftið örmum upp og til hliðar. Snúið lófunum niður og færið allan þunga yfir á aðra löppina þar til þið standið á henni einni. Ruggið ykkur fram og til baka og syngið Maístjörnuna á meðan.

7 Yoga Poses To Do With Your Toddler 2

Kysstu hnéð

Setjist á gólfið með annan fótinn fram og hinn beygðan þannig að ilin snerti innanvert hnéð. Hallið ykkur fram og reynið að kyssa hnéð á beinu löppinni, beygið hnéð ef þið þurfið. Skiptið um fót og endurtakið allt að þrisvar sinnum.

Við skemmtum okkur konunglega við þetta og vonumst til að fleiri foreldrar og börn geti notið jógatímans.

SHARE