70 ára ekkill verður lærlingur á tískusíðu – Langar þig í bíó?

Hinn 70 ára gamli ekkill, Ben Whittaker, hefur komist að því að það er ekkert blússandi fjör að vera kominn á eftirlaun. Hann grípur því tækifærið þegar það gefst til þess að verða lærlingur á tískuvefsíðu sem stofnuð var og rekin af Jules Ostin, en hún er leikin af Anne Hathaway.

 

Það gengur að sjálfsögðu á ýmsu hjá þessum tveimur í nýju samstarfi og úr verður skemmtileg og hugljúf saga um samstarf, vináttu og fjölskyldu.

 

Við ætlum að gefa nokkrum heppnum vinum okkar miða fyrir tvo á þessa mynd á meðan hún er í sýningu. Það eina sem þú þarft að gera til að vera með er að skrifa hér í athugasemd fyrir neðan: „The Intern“. Þú getur svo tvöfaldað vinningslíkur þínar með því að merkja líka vin þinn sem þú myndir vilja taka með þér í bíóferðina.

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE