8 leiðir til að koma jafnvægi á hormónana

Þegar kemur að heilsu, skipta hormónar og þarmaflóran miklu máli, meira máli en fólk gerir sér kannski grein fyrir. Ef rask er á hormónum og þarmaflórunni getur það meira að segja bitnað mjög mikið á heilsunni, þú allt annað sé í lagi, s.s. mataræði og bætiefni.

Ef þú ert í vafa um það hvaða áhrif hormón hafa á líkama þinn þá ættir þú að halda áfram að lesa. Hormón geta haft áhrif á t.d. skap, þyngd og heilbrigði þarmaflóru. Spurðu næstu ófrísku konu sem þú hittir hvort hún hafi tekið eftir einhverjum breytingum á ofangreindum atriðum. Þú getur líka spurt unglingsstúlku, en farðu bara varlega.

  • Hvað þættir stuðlar að þyngdaraukningu á meðgöngu? Hormónar
  • Hvað veldur þyngdarsveiflum, uppþembu og öðrum heilsukvillum? Hormónar
  • Hvað veldur því að karlar eru fljótari að byggja upp vöðva og létta sig? Hormónar
  • Hvert er eitt af lykilatriðum þess að börn vaxi? Hormónar
  • Hvað stjórnar egglosi, æxlun og þungun? Hormónar

 

Já þegar við reynum að léttast horfum við mest að kaloríufjölda og ákveðin mataræði. Þeir sem eru með einkenni eins og þreytu, húðvandamál, ofþyngd, svefntruflanir, síþreytu, fyrirtíðaspennu, legslímuflakk, ófrjósemi og fleira gætu hugsanlega fengið mikinn bata með því að vinna í hormónajafnvæginu sínu.

Innkirtlakerfið okkar er það flókið að við munum eflaust aldrei skilja það fullkomlega. Það er samt nokkrir einfaldir hlutir sem þú getur gert til að hjálpa líkama þínum að framleiða og koma jafnvægi á hormónana þína.

 

Leiðir til að koma jafnvægi á hormónana

1. Borðaðu nóg af hollri fitu

Ekki borða fitu eins og matarolíu, hnetuolíu, canolaolíu, sojaolíu, smjörlíki, feiti eða aðrar unnar fitur. Veldu frekar kókosolíu, alvöru smjör, ólífuolíu (ekki hita hana!) og dýrafitu frá góðum framleiðendum. Borðaðu nóg af fiski til að fá Omega-3.

Kókosolía er frábær fyrir hormónajafnvægið. Hún gefur þér góðan grunn til að byggja á, getur hjálpað þér að léttast, hefur bólgueyðandi áhrif og getur jafnvel drepið sýkla og bakteríur. Margir blanda kókosolíu í kaffið sitt eða teið.

Einnig er góð fita í avocado, eggjum og mjólkurvörum (fyrir þá sem þola mjólkurvörur).

 

2. Takmarkaðu neysluna á koffeini

Margir elska kaffi en ef þú færð of mikið koffein getur það komið niður á innkirtlakerfinu, sérstaklega ef önnur streituhormón eru til staðar, t.d á meðgöngu og á streituvaldandi tímabili.

Best væri auðvitað að hætta að drekka kaffi eða skipta því út fyrir náttúrleg jurtate. Ef þú getur ekki eða vilt ekki hætta í kaffinu notaðu þá kaffið til að koma góðri fitu ofan í þig, með því að setja matskeið af kókosolíu í hvern bolla. Gott er að setja þetta í blandara til að leysa þetta vel upp. Þetta verður eins og latte nema með hollri fitu.

 

3. Forðastu skaðleg efni

Skaðleg efni má finna í skordýraeitri, plasti, hreinsiefnum og jafnvel dýnum. Dýnur geta innihaldið efni sem raska hormónajafnvægi.

Þær konur sem eru með hormónaójafnvægi eða eru að reyna að eignast börn, ættu að forðast þessi efni eins og mögulegt er. Eldaðu í keramik, eða stál pottum og pönnum. Forðastu að geyma og hita mat í plastboxum. Finndu lífræna framleiðslu þegar þú mögulega getur og ekki nota skordýraeitur og hreinsiefni.

 

4. Settu svefninn í forgang

Það er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á þetta. Ef þú færð ekki góðan svefn munu hormónarnir ekki vera í jafnvægi. Punktur.

Þegar þú sefur er líkami þinn á fullu að losa sig við eiturefni, núlstilla hugann og framleiða hormón. Ef þú sefur of lítið, jafnvel bara eina nótt, getur það haft mikil áhrif á homónana.

Hér eru ráð til að bæta svefninn:

  • Bættu svefnumhverfi þitt með góðri lýsingu, réttu hitastigi og reyndu að takmarka óþarfa hljóð og áreiti.
  • Gerðu daglega rútínu þannig að þú ferð að sofa á sama tíma og vaknar á sama tíma. Líka um helgar. Þá heldurðu góðu jafnvægi á hormónunum.
  • Borðaðu próteinríka fæðu nokkrum tímum fyrir svefn (kl 19 eða fyrr) eða borðaðu góðan kvöldverð. Ef þú átt erfitt með að sofna eru hér nokkur náttúruleg ráð sem virka:

4-Unusual-Natural-Sleep-Remedies-that-actually-work

 

  • Fáðu nóg af náttúrulegri birtu yfir daginn og vertu í að minnsta kosti 30 mínútur utandyra á hverjum degi.
  • Forðastu birtu frá tölvum og tækjum eftir að það verður dimmt. Þú getur sótt F.lux  en það er ókeypis og það gerir það betra fyrir þig að horfa á þessa skjái. Það er búið að sýna fram á að, það að horfa á síma eða skjái fyrir svefn, getur truflað svefninn þinn.
  • Drekktu nóg af vatni yfir daginn en hættu að drekka svona 2 tímum fyrir svefninn svo þú þurfir ekki að vakna um nóttina til að fara á klósettið.
  • Farðu í heitt bað svona klukkustund áður en þú ferð að sofa. Hlustaðu á róandi tónlist eða lestu í bók.
  • Hugleiddu eða finndu leið til að slaka á og minnka stress.
  • Nuddaðu auma vöðva, eða láttu einhvern annan nudda þig. Teygðu á þínum mest notuðu vöðvum fyrir svefninn.

5. Notaðu réttu fæðubótarefnin

Auðvitað væri það draumurinn að fá öll næringarefni sem við þurfum úr mat, drykkjum nóg vatn og fengjum nægju okkar af D-vítamínum frá sólinni. Við fengjum magnesíum úr sjónum og fengjum steinefni úr ferskum fisk. Það er samt yfirleitt ekki þannig svo þá þarf maður að taka fæðubótarefni.

Hér eru nokkur fæðubótarefni sem eru hjálpleg við að ná hormónajafnvægi.

ATHUGIÐ: Talið samt fyrst við lækninn ykkar áður en þið farið að taka svona fæðubótarefni, sér í lagi ef þú ert að taka einhver lyf.

Maca – Maca hefur lengi verið notað í Perú og á sér langa sögu þar. Konur sem nota Maca hafa aukið frjósemi sína, fundið minna fyrir fyrir fyrirtíðaspennu og fengið betra hár og húð. Maca getur hjálpað mönnum með sæðisframleiðslu, testósterone-framleiðslu og uppbyggingu vöðva. Það er mikið magn steinefna í Maca og lífsnauðsynlegum fitusýrum, sem er einn af lykilþáttum til að stykja hormónaframleiðsluna. Það er hægt að fá Maca í dufti og í töflum. Það á samt ekki að taka það á meðgöngu.

Magnesíum – Magnesíum er mikilvægt fyrir margar aðgerðir í mannslikamanum og mörg okkar eru ekki að fá nægilegt magn Magnesíum. Það eru nokkrar aðferðir til að fá Magnesíum.

D vítamín og Omega 3 – Best er að fá D vítamín úr sólinni en það er auðvitað ekki valmöguleiki fyrir alla. Það er hægt að fá bæði D vítamín og Omega 3 úr þorskalýsi. Passaðu bara að taka ekki of mikið af þessu.

Gelatín eða Kollagen – Frábær uppspretta steinefna og nauðsynlegra amínósýra. Gelatín og kollagen duft styður hormónabúskapinn og hjálpar meltingunni á marga vegu.

Náttúrulegt Prógestrón krem – Fyrirtíðaspenna og vandræði tengd tíðum eru oft tengd hormónaójafnvægi. Sérstaklega þegar konur eru með stuttan tíðahring, þá getur prógestrón verið vandamálið. Konur sem hafa borið á sig prógestrón krem hafa fundið ótrúlega mikinn mun á sér. Passaðu að tala samt við lækni áður en þú ferð að nota svona vöru.

 

7. Haltu meltingunni í góðu lagi

Meltingin hefur meiri áhrif á hormónaframleiðsluna en flestir gera sér grein fyrir. Ekki er nóg með að meltingarfærin framleiða mörg lífsnauðsynleg boðefni fyrir líkamann, heldur getur ójafnvægi í þörmunum getur þýtt að það verði ójafnvægi í taugaboðefnum og hormónum.

 

8. Komdu Leptíninu í lag

Leptín er mjög mikilvægt hormón og ef það er ójafnvægi á því, þá verður hormónaójafnvægi. Ef Leptínið er í lagi eykur það frjósemi, hjálpar til við að léttast , bætir svefn og minnkar bólgur. Taugalæknir nokkur hefur gefið út aðferð til að koma Leptíninu í jafnvægi.

 

Heimildir: Wellnessmama.com

 

SHARE