8 merki um að hann sé að halda framhjá þér

Það á enginn skilið að láta halda framhjá sér en það er því miður allt of algengt að fólk lendi í því. Ef þú hefur grunsemdir um að maðurinn þinn/kærasti sé að halda framhjá þér skaltu vera vakandi fyrir þessum merkjum:

1. Hann er alltaf að reyna að fá „meiri tíma fyrir sig“

Ef hann er alltaf að finna afsakanir fyrir því að eyða ekki tíma með þér og notar jafnvel afsakanir eins og „þetta er gott fyrir sambandið okkar“, getur það verið að hann sé að segja satt. Hinsvegar getur það þýtt að hann sé að nota þennan „tíma fyrir sig“ í eitthvað vafasamara en bara einveru.

2. Þú tekur eftir stórum breytingum í hegðun hans

Ekki gleyma að framhjáhald er bæði hegðun og val á lífsstíl. Alltaf þegar þú eignast nýtt „áhugamál“ breytist hegðun þín í samræmi við það, þó þú takir kannski ekki eftir því strax. Ef maðurinn þinn breytist mjög skyndilega, án sýnilegrar ástæðu ættirðu að taka því sem viðvörunarmerki.

3. Hann hefur skyndilega áhyggjur af útliti sínu

Ef maki þinn hefur aldrei verið mikið að spá í hvernig hann klæðir sig, en fer skyndilega að hafa miklar áhyggjur af ytra útlit sínu, er það stórt viðvörunarmerki. Það þýðir að hann sé að reyna að ganga í augun á einhverjum. Ef hann er ekki að reyna að ganga í augun á þér, er hann að reyna að ganga í augun á einhverjum öðrum.

4. Hann eyðir sífellt meiri tíma í vinnunni

Þegar maður er að halda framhjá þarf hann að koma því inn í dagskrá dagsins. Ein augljósasta afsökunin er vinnan. Hann mun þá eyða sífellt meiri tíma í vinnunni og jafnvel að vinna um helgar. Hann lætur jafnvel eins og hann vilji ekki vinna svona mikið en hann sé að „gera það fyrir fjölskylduna“.

5. Hann er extra leyndardómsfullur

Ef þú hefur alltaf getað lesið manninn eins og opna bók og það breytist mjög snögglega, er alveg ástæða til að skoða þetta betur. Við breytumst öll með aldrinum og það getur verið ástæðan, en ástæðan getur líka verið eitthvað verra.

Sjá einnig: 5 týpur af karlmönnum sem eru líklegir til að halda framhjá

6. Hann er tilfinningalega fjarverandi

Annað merki sem getur gefið til kynna að maðurinn þinn sé að halda framhjá er að hann er tilfinningalega fjarverandi. Ef hann hefur alltaf verið mjög virkur í sambandinu en þér finnst hann allt í einu vera að draga sig til baka, getur það verið af því hann er með hugann annarsstaðar.

7. Taktu eftir lyktinni

Það eru allir með sína lykt og þú þekkir lyktina af þínum manni. Ef hann fer svo að lykta öðruvísi en vanalega, getur verið að hann sé bara að nota aðra sápu í sturtunni en það getur líka verið að hann sé að fela lyktina af ilmvatni annarrar konu.

8. Hann leyfir þér ekki að sjá símann sinn

Að lokum er það þetta mjög augljósa merki um að hann sé að halda framhjá. Þú mátt ekki fara í símann hans og síminn er harðlæstur. Ef hann snýr honum líka þannig að þú sjáir ekki skjáinn þegar hann er að skrifa eða lesa skilaboð er það augljóst merki um einhver leyndarmál.

Sjá einnig: 8 svakalega lélegar afsakanir fyrir framhjáhaldi

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE