8 svakalega lélegar afsakanir fyrir framhjáhaldi

Það er alltaf erfitt að hætta saman eða skilja. Þegar annar aðilinn hefur haldið framhjá eru sambandslitin enn erfiðari. Manneskjan sem hefur haldið framhjá er auðvitað ekki öfundsverð heldur og það, að viðurkenna framhjáhald, er vitaskuld mjög erfitt.

Það var þráður á Reddit þar sem fólk var að skiptast á slæmum afsökunum sem fólk hafði komið með, fyrir því að það hefði haldið framhjá.

  • Ég hef erft þennan galla

Notandi með notendanafnið moneycomet sagði að kærastan hefði sagt að það, að halda framhjá, gengi í erfðir í fjölskyldunni: „Mamma mín hélt framhjá pabba þegar þau voru nýbyrjuð að hittast.“

  • Takk fyrir að láta mig vita

Notandi með notendanafnið Indy_pendant fékk allt aðra skýringu á framhjáhaldi síns maka: „Þetta var eiginlega ekki framhjáhald því ég elska þig ekki lengur. Ég lít bara á þig sem mjög góðan vin.“

  • Ég hef haldið framhjá öllum

Notandi með notendanafnið fatshambles sagði að maki sinn hefði verið að nota afsökunina að þetta væri ekki í fyrsta skipti: „Ég hef haldið framhjá öllum sem ég hef verið með í sambandi“

  • Ég kom ekki við hana

Notandi með notendanafnið DwightFrank segir að sinn fyrrverandi hafi notað tæknilega afsökun: „Ég var með smokk… tæknilega kom ég aldrei við hana.“

  • Þetta var próf

Notandi með notendanafnið Juice_Campbell segir að sinn fyrrverandi hafi reynt aðra nálgun: „Ég var að prófa þig og sjá hvort þú yrðir mér trú þó ég héldi framhjá.“

  • Þú lést mig gera þetta

Notandi með notendanafnið Radio_Caroline segir að sinn fyrrverandi hafi reynt að kenna henni um hvernig fór: „Þetta er þér að kenna, þú lést mig gera þetta.“

Ég= Sé um börnin okkar, vinn fulla vinnu, geri allt á heimilinu…. „svo já, ég var alltaf reið/þreytt.“

Hann= Vinnur í „tónlist“ og er alltaf á tónleikum og sefur út.

  • Framhjáhald er framhjáhald

Notandi með notendanafnið Chaotic Father segir að hans fyrrverandi hafi ekki alveg áttað sig á því hvað það væri að halda framhjá: „Þetta var með annarri stelpu svo það telst ekki með og þú ættir bara að vera spenntur yfir því.“

  • Með annan fótinn í sambandinu

Notandi með notendanafnið Candorio segir að sinn fyrrverandi hafi notað afsökunina: „Ég var hvort sem er að fara að yfirgefa þig.“

Heimildir: The stir

 
SHARE