9 manngerðir sem eru líklegri til að halda framhjá – Rannsókn

Engan hef ég enn rekist á sem þráir að ganga í hjónaband með flagara, hvað þá raðlygara sem ræður vart við sig í návist annarra.

En þó ótryggðin sé fólki í blóð borin, koma elskhugar og ástkonur því miður ekki með leiðarvísi. Oft er erfitt að greina milli lyga og sannleika og því um að gera að leita á náðir vísinda ef makaleit stendur yfir.

Fer kærastinn þinn t.a.m. inn í klæðaskáp til að svara símanum? Er hann hættur að kyssa þig bless að morgni? Er ástkona þín ljóshærð? Dritar makinn inn uppfærslum á Twitter? Þekkir þú myndarlegan mann að nafni Wayne? Ekki verða ástfangin af forritara …

Viðamiklar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni framhjáhalda og flestar hafa þær leitt sitthvað áhugavert í ljós. Ekkert virðist rannsakendum óviðkomandi í óþreytandi leit sinni að sannleikanum og sér í lagi þegar ótryggð maka er annars vegar. Jafnvel er um röð tilviljana að ræða, en öllu líklegra er þó að skoðanakannanir hafi eitthvað fyrir sér.

Hér fara níu manngerðir sem eru líklegri en aðrir til að taka framhjá, iðka ósannsögli og ljúga að maka sínum. Alla vega … ef marka má skoðanakannanir á netinu.

Short.and.Tall.Businessmen.3091073

Hávaxnir karlmenn:

Afsakið, en könnun sem framkvæmd var á vegum stefnumótasíðunnar IllicitEncounters.com sýndi svo ekki verður um villst fram á að karlmenn sem eru hærri en 178 cm eru mun líklegri til að halda framhjá konum sínum. Litlir og fíngerðir karlmenn eru, samkvæmt fyrrgreindum niðurstöðum, mun trygglyndari og líklegri til að endast í hjónabandi.

t.841.2

Karlmenn sem hlusta mikið á rokktónlist:

Og enn ríður IllicitEncounter.com á vaðið. Í þetta sinn leiddu rannsóknir í ljós að karlar sem hlusta mikið á rokk eru einkar daðurgjarnir og hika ekki við að hoppa upp í ból nágrannakonunnar. Aftur á móti leiddi sama könnun í ljós að karlar sem aðhyllast rapptónlist eru með eindæmum tryggir og sannast þá hið fornkveðna; Jay Z er til að mynda enn giftur Beyoncé og hefur ekki í hyggju að skilja, hvað svo sem slúðurmiðlarnir segja.

beautiful.vincent.cassel.hot.french.guy

Franskir karlmenn:

Ekki er við öðru að búast en ótryggð þegar einir fremstu elskhugar heims eiga í hlut. Daðurmæltir silkikjaftar eru þeir frönsku sem draga konur miskunnarlaust á tálar og skiptir þá hjúskaparstaða þeirra engu, en um 75% franskra karla viðurkennir framhjáhald. Þetta er í það minnsta niðurstaða rannsóknar sem lúxusfyrirtækið LELO, sem framleiðir og selur undursamleg hjálpartæki fyrir ástarlífið, fletti ofan af fyrir skemmstu … nema ef vera kynni að heiðarleiki við svörun sé frönskum karlmönnum einfaldlega í blóð borinn?

Anna_Nicole_Smith_0013_1600X1200_Wallpaper (1)

Ljóshærðar konur:

Aha! Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var á vegum CheaterVille.com er næsta víst að 42% ljóshærðra kvenna iðki óheiðarlegar venjur í svefnherberginu. Niðurstöðurnar eru sláandi og gefa eindregið til kynna að dökkhærðu dívurnar séu líklegri til að standa sig betur í hjónabandinu, en samkvæmt niðurstöðum svindla einungis 11% dökkhærðra kvenna. Agalegt?

Social.Media.Expert

Giftir einstaklingar sem nota og kunna á Twitter:

Gat nú verið að samskiptamiðlar kæmu upp um fólk. Þetta kemur þó ekki um of á óvart, enda netið uppspretta alls ills samkvæmt þeim sem allt vita. Rannsókn sem framkvæmd var á vegum háskólans í Missouri sýnir svart á hvítu að þeir sem tísta, trana sér fram. Því öflugri sem Twitter notkun er (og um leið þekking á samskiptamiðlinum) og því oftar sem fólk tístir á netinu, því meiri líkur eru á því að hinn sami taki reglulega feilspor í einkalífinu.

Teacher (1)

Kvenkyns kennarar:

Engum er treystandi nú til dags! Samkvæmt óyggjandi niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var af AshleyMadison.com er hin dæmigerða ótrygga eiginkona að öllum líkindum kennari eða í það minnsta menntuð í kennslufræðum. Einhver þyrfti að kenna þessum konum lexíu … hringið bara ekki á tækniþjónustuna …

French.guy.wearing.Google.Glass

Karlkyns forritarar:

Látið ekki blekkjast af mjúkri bumbunni, rólyndislegu yfirbragðinu og þykkbotna gleraugunum, stúlkur. Karlmenn sem starfa innan tæknigeirans eru fjölþreifnir flagarar sem kunna ráð undir rifi hverju í einkalífinu. Þetta leiddi sama könnun og vitnað er í hér að ofan í ljós. Allt vita sérfræðingarnir sem standa að baki vefsíðunni AshleyMadison.com

barkhorn_shopaholic_post (1)

Kaupfíklar:

Og enn lætur AshleyMadison.com til skarar skríða; að þessu sinni beinum við sjónum okkar að hinni klassísku húsmóður sem safnar afsláttarmiðum og elskar að versla föt. Þriðjungur þeirra kvenna sem umrædd rannsókn náði til viðurkenndu að hafa eytt talsvert hærri upphæðum í útlitstengdar vörur frá árdögum leynilegra ástarævintýra þeirra sömu. 27% aðspurðra sögðust meira að segja eiga kreditkort í leynum, sem makinn vissi ekki af. Og hvaða vörumerki skyldu hinar ótrúu eiginkonur kjósa helst? Jú: Banana Republic.

19463.John.Wayne (1)

Menn að nafni Wayne:

Gættu þín, kona góð, ef mann að nafni Wayne ber fyrir augu þín, sér í lagi ef ástin kviknar meðan á ferðalagi um erlendar grundir stendur. Rannsókn sem náði til 2000 erlendra kvenna leiddi í ljós að karlmenn að nafni Wayne eru þeir sem síst skyldi treysta.

SHARE