Æðisleg fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu

Úff, þessi uppskrift er ein sú allra grinilegasta. Hún er fengin af Eldhúsperlum og er nú alveg ekta föstudags. Svo sannarlega eitthvað sem allir ættu að prófa!

Sjá einnig: Einfalt og ljúffengt mexíkóskt lasagne

min_img_7547

Fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu

(lítillega breytt uppskrift frá: 365 Days of Baking and More)

 • 1 rúlla tilbúið pizzadeig (t.d. Wewalka, líka hægt að búa til frá grunni)
 • 6-700 gr hreint ungnautahakk
 • 1 rauðlaukur, smátt skorinn
 • 3 msk tilbúið tacokrydd úr poka
 • 1 lítil krukka salsasósa (ca. 230gr)
 • 1 límóna
 • 2-3 tómatar, skornir smátt
 • 200 gr rifinn ostur (1 poki)
 • 2 msk ólífuolía
 • Ofan á:
 • 4 vorlaukar, smátt saxaðir
 • Nokkrir kirsuberjatómatar, skornir smátt
 • Sýrður rjómi

min_img_7556

Sjá einnig: Mexíkóskur mangókjúklingur

Aðferð: Fletjið deigið út þannig að það þekji eina bökunarplötu. Leggið á plötuna og hafið bökunarpappír undir. Skerið 2-3 cm rákir langsöm niður eftir deiginu en skiljið ca. 10 cm rönd eftir í miðjunni (sjá skýringarmyndir). Steikið laukinn þar til glær og bætið hakkinu út á pönnuna. Brúnið vel.

Bætið tacokryddinu saman við ásamt salsasósunni og safanum úr límónunni blandið vel saman og smakkið til með salti og pipar. Hellið hakkinu á miðjuna á pizzadeiginu. Stráið tómötunum þar yfir og rúmlega helmingnum af rifna ostinum. Leggið nú deigstrimlana yfir hakkblönduna eins og þið væruð að flétta (sjá aftur skýringarmynd).

Penslið ólífuolíu yfir fléttuna og stráið restinni af rifna ostinum yfir. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða þar til deigið er vel bakað og osturinn ofan á gullinbrúnn. Dreifið dálitlum sýrðum rjóma yfir og stráið svo smátt söxuðum tómötum og vorlauk ofan á. (Rétturinn er passlegur sem aðalréttur fyrir 5 fullorðna).

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE