Æðislegar súkkulaðibitakökur

Nú fer að styttast í Desember mánuð og þá er gaman að fara að huga að því að baka. Hér er ein frábær uppskrift sem ég hef prófað.

 

Það sem þú þarft að hafa

1 bolli smjörlíki

1 1/2 bolli hrásykur

3/4 bolli heilhveiti

1 bolli hveiti

1/2 bolli kakó

1/2 tsk. sjávarsalt (maldon t.d.) getur líka notað bara venjulegt salt.

2 egg

1 tsk vanilludropar

1/2 tsk. kanill

1 tsk matarsódi

2 bollar af súkkulaðidropum (getur annaðhvort keypt súkkulaðidropa eða skorið niður gott súkkulaði)

 

Hvað svo?

Hitaðu ofninn í 350 gr. Hrærðu smjörlíki & sykri saman þar til það verður mjúkt. Blandaðu eggjum, vanilludropunum & salti út í. Í aðra skál, hrærðu hveiti, kakóinu, kanilnum og matarsódanum saman. hægt og rólega blandar þú því svo saman við smjörlíkirblönduna og blandar saman. Næst er það að blanda súkkulaðidropunum samanvið.

Svo mótar þú deigið með skeið & setur á bökunarplötu, bakist í 10 mínútur. Fylgist vel með þeim því ofnar eru jú misjafnir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here