Æðislegt ostasalat

Það er fátt sem jafnast á við gott ostasalat. Með góðu kexi. Jafnvel dálitlu rauðvínstári. Mmm. Maður má nú láta sig dreyma svona á mánudögum. Þessi uppskrift er fengin af Eldhússögum.

Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

img_31612

Ostasalat

  • 1 jalapeno ostur
  • 1 villisveppa ostur
  • 1 Bóndabrie
  • 1/2 púrrlaukur
  • 100 gr. vínber
  • 1 paprika
  • 180 gr. sýrður rjómi
  • 2 kúfaðar matskeiðar grísk jógúrt

Skorið smátt , blandað saman og kælt í ísskáp áður en það er borið fram með kexi og/eða snittubrauði.

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE