Æðislegur heimagerður líkamsskrúbbur!

Mér finnst æðislegt að gefa mér einstaka sinnum “me” time. Ég skrifa þennan pistil nýkomin úr sturtu þar sem ég setti á mig heimagerðan líkamsskrúbb með ilmolíu (uppskrift fyrir neðan) og andlitsskrúbb, það er mikilvægt að skrúbba húðina vel til að fjarlægja dauðar húðfrumur, ef maður skrúbbar húðina ekki reglulega er hætta á því að kremin sem þú notar eins og rakakrem séu ekki að skila þér virkninni sem þú villt. Ég hreinsaði á mér andlitið með hreinsikremi frá sothys og svo með andlitsvatni frá academi snyrtivörum sem ég var að prófa og endaði á því að setja rakakrem á andlitið. Eftir það bar ég kókos body butter á allan líkamann – oh hvað mér líður vel !

Maður þarf af og til að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig, lesa bók, horfa á uppáhaldsþáttinn sinn, fara í göngutúr með tónlist í eyrunum eða bara eitthvað einfalt eins og að gefa sjálfri þér heimagerðan “spa” tíma! Það þarf ekki að kosta mikið og manni líður svo vel eftir á. Ég er mjög upptekin alla daga og hef oft lítinn tíma fyrir sjálfa mig og vini og vandamenn þar sem ég er bæði í ströngu námi, í vinnu og rek fyrirtæki.  Í dag var ég að vinna í allan dag en ákvað þegar ég kom heim klukkan 9 í kvöld að taka til hér heima og taka sjálfa mig í smá dekur.

Það er hægt að búa til allskonar heimagerða maska ef buddan er tóm sem geta gert húðina mjúka og fína.

Hérna er uppskriftin af heimagerða líkamsskrúbbnum sem ég notaði

 

Innihald:
Létt olía að eigin vali (t.d. þistilolía)
Gróft sjávarsalt / eldon salt
Slatti af súraldin ilmkjarnaolíu (getur auðvitað notað öðruvísi ilmkjarnaolíur)

Ótrúlega auðvelt að búa til og virkar mjög vel sem líkamsskrúbbur á líkama – þú getur notað þetta sem baðsalt líka.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here