Æfing fyrir fólk sem situr allan daginn

Nú á dögum er talað um það að eitt það versta fyrir líkamann okkar sé að við sitjum allt of mikið. Margir vinna fyrir framan tölvur og sitja þar af leiðandi nánast allan daginn. Það veldur því að fólk fer að finna til í mjóbakinu, hálsi og hnjám. Einnig tengist þessi seta stirðleika í fótleggjum, mjöðmum og fitu sem safnast á magann.

 

Það er til æfing sem vinnur á móti þessu öllu og er það þessi hér.

Start-Doing-This-Incredible-Exercise-If-You-Sit-at-The-Desk-All-Day-1.jpg

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að gera þessa æfingu og þú munt alveg finna muninn á þér ef þú gerir þetta reglulega. 

Sjá einnig: Æfing til að losna við undirhökuna

Þú gerir æfinguna svona:

Stattu bein/n með axlabreidd á milli fóta.

Beygðu hnén og láttu mjaðmirnar síga niður að gólfi. Farðu eins neðarlega og þú getur en passaðu að hafa iljarnar niðri á gólfi.

Þegar þú ert komin eins langt niður og þú getur settu þá hendurnar í bænastöðu fyrir framan brjóstið. Hafðu olnbogana og upphandleggina innan á lærunum og þrýstu létt. 

Mundu að passa að hafa bakið beint. 

Haltu eins lengi og þú getur. Best er að gera þetta á hverjum degi en mundu bara að hvert skipti, skiptir máli.

Heimildir: Womendailymagazine

 

SHARE