Ætar gjafir fyrir þau sem eiga allt

Fólk sem á allt getur valdið ástvinum sínum ótæpilegri angist þegar kemur að því að velja handa því jólagjafir. Bestu gjafirnar fyrir þau sem eiga allt eru þær sem klárast upp til agna á jólunum og ekki þarf að finna fyrir þær pláss til framtíðar. Hér eru nokkrar tillögur að ætum jólagjöfum sem tilvalið er að dedúa við um helgina. 

–Sulta

–Chutney

–Konfekt

–Biscotti

–Granóla

–Karamellur

–Sykurhúðaðar möndlur

–Hvítlauks- eða chiliolía

–Vanilludropar

–Fetaostur í olíu

–Piparmyntu „bark“

–Súkkulaðihúðaðar saltkringlur

–Sykurhúðaður appelsínubörkur eða engifer

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE