Af hverju á maður að geyma tennur barna sinna?

Við vitum að ef barnið okkar missir tönn og barnið setur tönnina undir koddann, kemur tannálfurinn og gefur barninu pening og tekur tönnina með sér.

Það er samt sniðugt að geyma eitthvað af tönnum barnsins á góðum stað til seinni ára, segja vísindamenn.

why you should save baby teeth

Vísindamenn við National Institute of Dental hafa komist að því að tennur barna innihalda dýrmætar stofnfrumur. Það þýðir að ef barnið þarf að fá vef, einhvern tímann seinna, vegna veikinda, er hægt að nota stofnfrumur úr tönnum til að búa þann vef til.

Það besta er að stofnfrumur úr tönnum barns eru meðal þeirra öflugustu í mannslíkamanum. Þær fjölga sér miklu hraðar og lengur en aðrar stofnfrumur.

 

save baby teeth reasons

Margir geyma tennurnar í boxi en svo er líka komin þjónusta í Bandaríkjunum, sem heitir Store-A-Tooth en þeir geyma barnatennur fyrir fólk.

 

Heimildir: Littlethings.com

SHARE