Af hverju áttu að borða sellerí?

Green celery sticks

Ég hef stundum heyrt því fleygt að sellerí bragðist eins og sápa. Þar er ég alveg hjartanlega ósammála. Perónulega þykir mér sellerí bara nokkuð gott. Sérstaklega með hnetusmjöri og rúsínum. En það er önnur saga. Þeir sem finna bragð af handsápu eða parketbóni geta auðveldlega falið það, til dæmis með því að setja selleríið í salat eða smella því í morgunbooztið. Sellerí er meinhollt og um að gera að reyna að smeygja því inn í sem flestar máltíðir.

Sjá einnig: Af hverju áttu að borða sætar kartöflur?

  • Sellerí er oft kallað ofurgrænmeti af því það er bæði vítamín- og steinefnaríkt. Sellerí inniheldur A, C, og K-vítamín og fólínsýru, svo eitthvað sé nefnt.
  • Sellerí er talið hafa góð áhrif á kólestról.
  • Sellerí hefur hægðaraukandi áhrif og getur reynst vel í baráttunni við hægðartregðu.
  • Sellerí hefur þvaglosandi áhrif og hjálpar þess vegna til við að losa líkamann við eiturefni.

celery_442368c

  • Að drekka selleríssafa daglega bæði lækkar blóðþrýsting og hefur gífurlega góð áhrif á meltinguna.
  • Sellerí hefur bólgueyðandi áhrif.
  • Sellerí inniheldur þó nokkur efni sem vinna gegn krabbameini, þar á meðal actylenics sem kemur í veg fyrir vöxt æxlisfruma.
  • Sellerí inniheldur bæði magnesíum og járn og er talið hafa góð áhrif á blóðleysi.
  • Sellerí hreinsar blóðrásina og stuðlar að fallegri húð.

Sagt er að 4 desilítrar af selleríssafa á dag geti gert kraftaverk.

Heimild: The World Healthiest Foods (whfoods.com)

Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.

SHARE