„Af hverju er barnið ekki á brjósti?“ – Kannist þið við þetta?

Hún Ninna Karla Katrínardóttir samdi ljóð um það sem margar konur þurfa að kljást við þegar þær hafa eignast barn, allir virðast hafa skoðanir á því hvað þú gerir. Spurðum Ninnu út í hvaðan ljóðið er sprottið:

„Það var nú bara þannig að ég er í mömmuhóp á netinu, sem byrjaði sem bumbuhópur en núna erum við alveg virkilega nánar og góðar vinkonur, áttum allar börn í nóv/des 2010. Þar var ein vinkona mín einhverntímann að „kvarta“ undan tengdamömmu sinni, um hversu afskiptasöm hún væri þegar kæmi að börnunum. Þá spannst þessi umræða út í það að við ættum eiginlega allar einhvern svona afskiptasamann í okkar lífi, hvort sem það er frænka, mamma, systir, vinkona eða hvað?“ segir Ninna Karla.

Ninna segir að ein vinkona hennar hafi sagt við sig:Mér finnst ljóðið þitt minna mig svo mikið á ALLA sem settu sig (og setja) í dómarasæti yfir mér varðandi allt sem snerti barnið mitt. Það gátu verið vinkonur tengdó, gamlar frænkur sem voru að sjá barnið í 1. skipti og bara hreinleg einhver kelling úti í búð! Held að þetta sé bara landlægur „besser-vissera-sjúkdómur“ á landinu.. við erum alltof tilbúin til að fella dóma um aðra.“

Hér er þetta dásamlega ljóð hennar Ninnu

980706_10151668247101967_96003584_o

 

 

SHARE