Afmælisgjöfin hans pabba

Jón Ólafsson er maðurinn. Fæddur 16. september 1955.

11850873_10206894930387789_712598649_n

 Hann var allt sitt líf bóndi í Fljótshlíð, en það var alltaf stutt í listamanninn, skáldið, tónlistarmanninn og skemmtikraftinn. Hann sinnti öllu með ástríðu og einlægni, með eiginleikum sem voru ekki sjálfgefnir. Ótrúlega vinamargur og góður við alla. Í dag á hann afmæli og þá langar mig að deila afmælisgjöfinni, sem er lag til hans.

Ómar3

Árið er 2008. Pabbi var með krabbamein. Þrátt fyrir það þá skellti ég mér með vini mínum í lýðháskóla í Danmörku.

Allt gengur rosalega vel úti og þetta var einn skemmtilegasti tími lífs míns. En stuttu fyrir heimkomu mína fæ ég símtal frá bróður mínum á Íslandi og segir hann mér að mögulega er skammt eftir hjá pabba. Eftir þetta breyttist allt. Með ekkert nema sorg í hjarta geng ég út í skóg með gítar á bakinu. Ég sest á bekk við lítið lón og byrja að glamra á gítarinn. Þetta stef og lag hreinlega kom til mín.

Ég vonaði innilega að ég næði heim áður en hann færi. Það tókst. Ég var hjá honum á líknardeildinni síðustu tvo daga lífs hans.

Ég trúi því að hann hafi reynt að “halda” sér þangað til ég kæmi heim til Íslands.

Um það fjallar lagið.

Við áttum svo skemmtilegt augnablik, sem er mér svo kært. Það var búið að rúlla honum út úr rúminu til að njóta sólarinnar aðeins. Ég sit á stól við hliðina á honum og er að spila stefið úr laginu. Hann segir að þetta sé fallegt lag. Ég segi “ég samdi þetta fyrir þig”.

Þetta var í fyrsta og síðasta skiptið sem ég sá föður minn tárast.

Svo kveður hann á Jónsmessunótt.

Ég hef allt of lengi slegið því á frest að taka upp þetta lag, en núna ákvað ég að slá til og gefa honum eina góða afmælisgjöf. Sextugsafmælisgjöf.

Til hamingju með afmælið pabbi minn.

Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.

SHARE