Allir búnir að fá nóg af þessu, EN……

Konur og karlar mega haga sér eins og þau vilja fyrir mér, svo lengi sem það er ekki að særa aðra. Karlar mega nota varalit, konur mega vera með hár undir höndum ef þær kjósa það. Ég kýs að vera ekki loðin undir höndum því mér finnst það óþægilegt og koma meiri svitalykt ef maður er með hár þarna. Það hefur ekkert um það að gera að ég sé undir hælnum á karlpeningnum. Ef ég fílaði að vera með loðna handakrika þá myndi ég gera það. Punktur.

Ég fíla að fólk standi með sér og fylgi sinni sannfæringu. Það mættu fleiri gera það í lífinu. Ég hefði væntanlega ekki þorað að labba úr settinu eins og Ágústa gerði, þó mig hefði dauðlangað til þess og hefði verið að deyja úr vandræðaheitum í þessu öllu saman. Það er alveg sama hver hefði verið að koma þarna fram, karlar eða konur, mér hefði þótt óþægilegt að viðkomandi væru að rífa sig úr að neðan, sveiflandi gerfilimum og talandi um snípa, tussufok**** og blauta rún**** (já -nei ég ætla ekki að skrifa þetta hér).

Sjá einnig: Ég átti yndislega vinkonu

Ég vil að konur og karlar séu jöfn, það er ekkert vafamál. Það eru margir að skrifa vafasama lagatexta þessa dagana, að mínu mati. Kannski er ég bara gömul. Kannski er ég bara viðkvæm. En mér finnst erfitt að heyra dætur mínar syngja með lögum og segja fuck, bitch, shit og eitthvað hvaðan af verra, án þess að hafa hugmynd um hvaða sora þær eru að segja. En hvað getur maður gert? Það er ekkert við þessu að gera. Ég get ekki farið að „bíba“ öll lögin sem þær hlusta á. Ég get ekki bannað þeim að hlusta á tónlist. Það sem ég get gert er að segja þeim að þessi orð sem eru dónaleg, séu dónaleg. Þá vita þær það. Ég get reynt að hafa vit fyrir þeim með hvað er rétt og rangt og ég get slökkt á sjónvarpsefni sem mér finnst þær ekki eigi að sjá. Ég veit að umrædd stúlknahljómsveit telur sig vera að berjast fyrir málsstað kvenna, fyrir komandi kynslóðir, en ég vil ekki að börnin á mínu heimili horfi á svona. Ég vil ekki þurfa að útskýra hvað sé þarna í gangi eða af hverju þær syngja svona dónalega. Það skilur það enginn krakki.

Börnin á mínu heimili og heimilum í kringum mig vita að mamma og pabbi eru bæði jafn gildir þegnar samfélagsins. Þau vinna bæði, innan og utan heimilis. Það gera allir sitt besta. Það er ákveðin verkaskipting og allir hjálpast að. Börn og fullorðnir. Því betri sem samvinnan er, því fleiri gæðastundir á fjölskyldan saman. Karlar og konur eru ólík og það gera sér líka allir grein fyrir því. Það er líka bara allt í lagi.

Nú ætla ég ekki að tjá mig meira um þetta.

Góðar stundir :*

 

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: hun_snappar

 

SHARE