Alltaf tími fyrir sætar freistingar

Thelma Þorbergsdóttir gerði bókin Freistingar Thelmu sem hefur heldur betur gert góða hluti hér á landi. Thelma hefur óbilandi áhuga á bakstri og sætum freistinum og er einn af vinsælustu matarbloggurum landsins, en hún er með matarbloggið sitt á Gott í matinn.

 

_A128561

 

Í bókinni deilir hún með lesendum uppáhalds uppskriftum sínuma að freistingum sem bráðna í munninum, kökum, sælgæti og kanilbomban sem er í bókinni vann til verðlauna í bollakökukeppni.

_A128604

 

 

Freistingar Thelmu er fyrir sanna sælkera en í bókinni eru líka fjölmargar hugmyndir fyrir barnaafmæli, allt frá uppskriftum til leikja og einfaldra skreytinga.

 

 

_A123082

 

 

_A121498

 

 

Við ætlum að gefa heppnum lesanda eintak af bókinni og það eina sem þú þarft að gera til að eiga kost á því að fá bókina er að skrifa hér fyrir neðan: Freistingar Thelmu, og þú gætir orðið heppin. Við drögum út á þriðjudaginn 13. júlí.

 

 

Einnig má geta þess að bókin er á tilboði þessa dagana á Hópkaup. 

 

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE