Alræmdir tvíburabræður í London

Bíómyndin Legend kemur í bíó þann 9. október en myndin fjallar um eineggja tvíbura sem heita Reggie og Ronnie Kray. Þeir eru taldir vera með alræmdustu glæpamönnum Bretlands á sjöunda áratugnum.

Tom Hardy leikur báða bræðurna og má segja að hann fari á kostum sem þessir líku, en samt svo hrikalega ólíku, bræður.

 

Við viljum bjóða nokkrum lesendum í bíó, ásamt maka, vini, vinkonu, frænda, frænku eða bara hverjum sem ykkur hugnast að taka með. Það sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan Legend og þá ertu komin í pottinn. Ef þú vil auka vinningslíkur þínar þá skaltu endilega merkja þann sem þú vilt hafa með í bíó hér fyrir neðan.

 

Við drögum út miðvikudaginn 7. október.

 

 

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE