Afleiðingar þess að hrista barn – Vörum við myndefninu

Móðir stúlku sem hlaut barnahristing (shaken baby syndrome) deilir sögu sinni í forvarnartilgangi.

Amy Owensby hafði skilið við æskuástina sína, og síðar eiginmann, James og áttu þau eina dóttur saman og hafði hann einungis umgengnisrétt við dóttur þeirra um helgar. Í ágúst árið 2012 var 8 mánaða gamla Cheyenne hjá föður sínum þegar hann missti stjórn á sér og hristi hana. Í fyrstu reyndi hann að leyna því sem átti sér stað, en viðurkenndi síðar að hann hafði hrist hana með þeim afleiðingum að hún hlaut höfuðkúpubrot og blæðingu inn á heila. James hlaut 20 ára fangelsisdóm fyrir verknaðinn, sem endaði með 10 ára fangelsisvist og 5 ára skilorði.

Ekki er þessi dómur nægur til þess að hann fái uppreisn æru fyrir það sem hann gerði dóttur sinni. Það er ótrúlegt að nokkurt foreldri geti hugsað sér að gera slíkt við barn sitt, en það kemur þó fyrir.

Barnahristingur  veldur skemmdum í heilafrumum og kemur í veg fyrir að súrefni berist til heila barnsins, sem getur síðan leitt til varanlegs heilaskaða eða dauða. Ekkert í heiminum réttlætir það að hrista barn. Það getur tekið einungis nokkrar sekúndur að valda barninu varanlegum heilaskaða.

figura02

Sjá einnig: Ég var í eiturlyfjaneyslu meðan ég var ólétt – Barnið mitt er ekki heilbrigt í dag

Eftir skilnað foreldra Cheyenne, fór móðir hennar með hana til föðurs síns, þar sem hún átti að eyða helginni með honum. Litla stúlkan grét svo mikið að faðir hennar hristi hana og nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar hafði skilið hana eftir, fékk hún símtal um að litla dóttir hennar væri ekki að anda, að hjartað hennar hafði hætt að slá og verið væri að fara með hana með þyrlu á sjúkrahús.

Amy rétt náði að fara heim til fyrrverandi eiginmanns síns áður en dóttir hennar var flutt með þyrlunni og segist hún aldrei gleyma þeirri sjón, þegar dóttir hennar lá líflaus, hélt hún að hún myndi aldrei sjá hana lifandi framar.

Hún bað til guðs um hún fengi að fara  í staðinn fyrir dóttur sína. Þegar hún stóð við rúmgaflinn hennar á sjúkrahúsinu, líkami dóttur hennar blár og marinn og með slöngur fastar við sig, hringdi lögreglan í hana og tjáði henni að James hafi viðurkennt verknaðinn.

Maðurinn sem hún eitt sinn elskaði, fyrsta ástin hennar, maðurinn sem hún deildi lífi sínu með í 10 ár hafði gert dóttur þeirra þetta. Heimur hennar hrundi.

Helmingur heila Cheyenne þurfti að vera fjarlægður og útitið var miður bjart á tímabili fyrir litlu stúlkuna en hún hafði það af.

Í dag, þremur árum seinna þrífst Cheyenne vel, þrátt fyrir erfiðleika á sumum sviðum í daglegu lífi, flogaköst og veikleika í öðrum fætinum, er hún á góðum vegi.

Amy vill ítreka fyrir fólki hættuna sem felst í því að missa stjórn á skapi sínu og hrista börn sín. Flest börn ná ekki að jafna sig eins mikið og Cheyenne og vill hún segja fólki að ef það á í erfiðleikum með að róa börn sín niður og þau finna að þau séu að missa stjórn á skapi sínu, að leggja börnin frá sér og ganga í burtu, eins að hugsa það vel hjá hverjum þau skilja börn sín eftir.

Sjá einnig: 9 mistök sem foreldrar gera með barnabílstólinn

10404418_609892542486801_3879932436430739815_n

10922872_609892315820157_8305232249543155331_n

11013144_609892435820145_4857626679816597808_n

11107727_609892525820136_2643799739963379348_n

11214124_609892349153487_5029317480588941573_n

11234820_609892465820142_5775259287947890755_n-600x450

11794351_647930418683013_2492029659223764790_o-600x1084

11203597_607820792693976_5197384158076286701_o-600x1092

11062756_602459389896783_7982630867807763634_n-600x600

SHARE