Amerísk gulrótarterta

Þessi óendanlega girnilega gulrótakaka er frá Eldhúsperlum. 

 

Amerísk gulrótarterta (Örlítið tilfærð uppskrift frá www.momontimeout.com):

Ath: Bollamálið sem ég nota er 2.5 dl.

 • 1 1/4 bolli bragðlítil olía
 • 1 1/2 bolli sykur
 • 3 egg
 • ————————
 • 2 bollar hveiti eða fínmalað spelt
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk kanill
 • ————————
 • 2 bollar rifnar gulrætur
 • 1 bolli kókosmjöl
 • 1 bolli hakkaðar valhnetur eða pekanhnetur (má sleppa)
 • 2 tsk vanilluextract
 • 1 bolli hakkaður ananas úr dós með safanum

Aðferð: Hitið ofn í 170 gráður með blæstri annars 190 gráður. Smyrjið tvö 24 cm kökuform og leggið smjörpappír í botninn. Byrjið á að þeyta saman olíu, sykri og eggjum þar til blandan lýsist aðeins og verður örlítið loftkenndari. Blandið saman í annari skál: hveiti, matarsóda, lyftidufti, salti og kanil. Í þriðju skálinni blandið saman rifnum gulrótum, kókosmjöli, hnetum (ef þið notið þær), vanillu og ananas (með safanum). Hellið hveitiblöndunni og gulrótarblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið þar til þetta er komið vel saman án þess þó að hræra of lengi. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bakað í gegn. Fylgist með kökunum þar sem ofnar geta verið misjafnir. Takið kökurnar út og látið kólna alveg áður en kremið er sett á.min_IMG_6337

Krem:

 • 250 gr mjúkt smjör
 • 500 gr flórsykur
 • 2 msk ferskur sítrónusafi (ekki úr plastflösku)
 • 2 tsk vanilluextract
 • 2-3 msk mjólk til að þynna kremið ef þarf

Aðferð: Þeytið smjörið í 2-3 mínútur eða þar til það hvítnar og verður létt. Bætið flórsykrinum út í og þeytið áfram í 2-3 mínútur. Bætið sítrónusafanum og vanilllunni saman við. Setjið mjólk saman við ef ykkur finnst kremið of þykkt. Dreifið um 1/3 af kreminu á neðri botninn. Leggið þá hinn ofan á og dreifið restinni af kreminu jafnt yfir alla kökuna. Skreytið e.t.v með hökkuðum pekanhnetum eða kókosmjöli.min_IMG_6357min_IMG_6378

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE