Árlegt Fyrirlestramaraþon HR haldið næsta föstudag

Yfir 20 fyrirlestrar á einum degi

  • Árlegt Fyrirlestramaraþon HR haldið næsta föstudag
  • Einn af fyrirlesurum er hr. Ólafur Ragnar Grímsson
  • Umfjöllunarefni fyrirlestra eru á sviðum tækni, viðskipta og laga
  • Kennslu- og rannsóknarverðlaun HR afhent í hádeginu sama dag

 

HR_Forseti

Hið árlega fyrirlestramaraþon Háskólans í Reykjavík verður haldið föstudaginn 28. mars. Yfir 20 erindi verða flutt og er hvert erindi um sex mínútur. Erindin gefa innsýn í það fjölbreytta rannsóknarstarf sem unnið er innan háskólans.

Í hádeginu veitir forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, þjónustu-, kennslu- og rannsóknarverðlaun HR. Starfsfólk kýs þann aðila sem hlýtur rannsóknarverðlaunin en nemendur handhafa kennslu-, og þjónustuverðlauna. Hann mun jafnframt flytja erindi á Fyrirlestramaraþoni HR.

Meðal efnis í fyrirlestrum er Evrópurétturinn, eiginleikar vindsins og áhrif hans á brýr, þroskastig mannauðsstjórnunar, gerendur kynferðisbrota, tilraunasálfræði, hlutverk stjórnarmannsins og margt fleira.

Dæmi um áhugaverð erindi:

  • Sönnunarbyrði í málum er varða áföll í tengslum við læknismeðferðir. Jóna Benný Kristjánsdóttir, doktorsnemi við lagadeild HR
  • Siðfræðikennsla í viðskiptafræði. Þröstur Olaf, prófessor við viðskiptadeild
  • Skrímsli eða fólk? Gerendur kynferðisbrota gegn börnum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR
  • Hreyfing og geðheilbrigði. Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR
  • Big Data; What is it and why will it change your world? – Páll Ríkharðsson – Björn Þór Jónsson.

Allir eru velkomnir á Fyrirlestramaraþon HR og aðgangur er ókeypis.

SHARE