Veturinn er kominn.

Það eru ekki bara laufin sem breyta um lit við árstíðaskipti heldur breytast líka áherslur í förðun.

Konur breyta því yfirleitt aðeins hvernig þær farða sig fyrir daginn og á kvöldin þegar haustið kemur. Það koma inn dökkar varir, litir eins og vínrauður, dökkrauður, rauðbrúnn og jafnvel svartur.. ekki það, fólk er auðvitað bara eins það vil vera og það eru engar reglur sem banna dökkar varir yfir sumartímann.

Augun verða líka dekkri og það er mikið um allskonar berjatóna, svipað og með varirnar. Og það er auðvitað það sama hér, það gilda engar reglur og þú málar þig bara eins og þig langar.

En svo er það húðin en á haustin, þegar  fer að kólna, gætir þú þurft að breyta einhverju í þinni “húðrútínu” þar sem húðin þarfnast oftast meiri raka á haustin og veturna. Falleg og vel undirbúin húð er það besta sem þú getur gert til þess að förðun líti vel út.

Tekur bara smá tíma sem vel virði fyrir virklega fallega húð sem skilar sér í fallega förðun.

Ég heiti Bengta María, er 37 ára, á mann eða unnusta við erum ekki búin að gifta okkur ennþá og svo á ég 16 ára gamla stjúpdóttur. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að verja tíma með fjölskyldunni og vinum mínum, leika mér með makeup, allskyns húðumhirða og svo að skrifa

SHARE