Elska góðar kjúklingauppskriftir. Prufið þessa frá Gulur,rauður,grænn og salt.com

IMG_6342

IMG_6354+IMG_6376

Asískur sítrónukjúklingur
700 g kjúklingur, ég notaði úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
130 g hveiti (líka gott að nota kartöflumjöl)
120 ml grænmetisolía
salt og pipar
240 ml mjólk
1 tsk edik

Sítrónusósa
85 g hunang
110 g púðusykur
80 ml soyasósa, t.d. frá Blue Dragon
hnífsoddur chiliflögur (eða duft)
170 g ananaskurl í safa
240 ml sítrónusafi
1 tsk hvítlauksduft
2 msk eplaedik
börkur af 1 sítrónu, fínrifinn
1 tsk sesamfræ
sesamfræ

  1. Blandið saman öllum hráefnunum fyrir sósuna og hrærið þar til sykurinn hefur leyst upp. Hellið í gegnum sigti þannig að bara vökvinn verði eftir. Geymið.
  2. Skerið kjúklinginn í bita og þerrið af honum. Setjið hveiti á disk og saltið og piprið. Veltið kjúklinginum upp úr hveitiblöndunni.
  3. Þeytið mjólk, eggi og ediki lítillega saman og dýfið kjúklinginum í blönduna og síðan aftur í hveitiblönduna.
  4. Setjið olíu á pönnu og hitið vel. Steikið kjúklinginn upp úr olíunni þar til hann er farinn að brúnast og er fulleldaður.
  5. Takið af pönnunni og blandið saman við sítrónusósuna.
  6. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir kjúklinginn og berið fram með hrísgrjónum og hvítíni.

Ísfugl logo 120x70 pix_transp[1]

 

SHARE