Þessi æðislegi kjúklingur er alveg svakalega góður og einfaldur að gera. Hann er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

 

Auðveldur appelsínukjúklingur
500 g kjúklingur (t.d. bringur eða leggi)
3 msk kókosolía
safi úr 2 appelsínum
fínrifinn börkur af 1 appelsínu
1 tsk fínrifið engifer
3 msk soyasósa
1 pressaður hvítlauksgeiri
1 tsk sweet chilí sósa
3 vorlaukar, sneiddir smátt

Aðferð

  1. Látið saman í pott safann úr appelsínunum, appelsínubörkinn, engifer, soyasósu, hvítlauk og sweet chilí sósu. Stillið á meðalhita og látið sósuna malla og þykkna meðan þið eldið kjúklinginn.
  2. Skerið kjúklinginn í munnbita. Látið kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn á pönnunni þar til hann er fulleldaður og brúnaður eða í um 6 mínútur.
  3. Bætið kjúklinginum saman við sósuna og hrærið vel saman þar til kjúklingurinn er húðaður sósunni.
  4. Berið fram með vorlauknum og hrísgrjónum

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE