Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi

 

Þessi syndsamlega góði ís er frá Gulur, Rauður, Grænn & Salt

IMG_8789


Hráefnin látin á pulse í matvinnsluvélinni


IMG_8793


Unnið þar til blandan hefur fengið sömu áferð og ís

 

IMG_8809


Bætið þá oreokexinu saman við

 

IMG_8817
Borðið og munið að njjjjjjóta

 

Bananaís með hnetusmjör og oreomulningi
3 þroskaðir bananar, skornir í bita og frosnir
60 ml mjólk (að eigin vali)
2 msk hnetusmjör
4-6 Oreokexkökur
1 tsk kakó  (má sleppa)

  1. Látið frosnu bananabitana, mjólkina, hnetusmjörið og kakóduft (ef þið notið það) í matvinnsluvél og stillið hana á pulse. Stoppið vélina af og til og skafið það sem fer út í hliðarnar niður. Leyfið vélinni að vinna vel og lengi eða þar til þetta hefur fengið rétta áferð.
  2. Látið kexkökurnar út í og látið vélina aftur á pulse í ca. 30 sek eða jafnvel skemur ef þið viljið hafa kexbitana í stærri kantinum.
  3. Borðið strax og njótið í botn!

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.

SHARE