Það elska allir muffins, er það ekki. Þessi uppskrift er fengin af Eldhúsperlum og er að okkar mati alveg ekta sunnudags.

Sjá einnig: Himneskar bollakökur með vanillu- og sykurpúðakremi

min_img_6036

Bananamuffins með brúnuðu smjöri

  • 4 dl spelt eða hveiti (ég notaði fínt og gróft spelt til helminga)
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1 1/2 dl hrásykur
  • 125 gr smjör, brætt og brúnað sjá&ps=docs leiðbeiningar hér
  • 4 bananar, stappaðir
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilluextract
  • 1 dl dökkir súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði

Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið öllum þurrefnunum saman í skál. Brúnið smjörið og stappið bananana og bætið því ásamt eggjum og vanillu saman við þurrefnin ásamt súkkulaðinu. Hrærið þar til rétt svo komið saman. Alls ekki hræra of lengi. Skiptið í 12 pappírsklædd bollakökuform og bakið í um það bil 25 mínútur.

Sjá einnig: Syndsamlegar súkkulaðibita-bollakökur

min_img_6051

SHARE