Bandarísk kona með brjóst í stærð 36NNN þjáðist stöðugt vegna þyngslanna

Hin bandaríska Kerisha Mark fór nýverið í brjóstaminnkun þar sem brjóstin á henni voru orðin það stór að hún hefði þurft brjóstarhaldara í stærð 36NNN. Kerisha hafði alltaf verið brjóstamikil en um þrítugt voru brjóstin á henni búin að stækka mikið vegna hormónasjúkdóms sem kallast gigantomastia.

Kerisha þjáðist mikið við að bera þessi stóru brjóst og varð sársaukinn oft það mikill að hún var viss um að hún væri að fá hjartaáfall. Ef hana verkjaði ekki í bringunni þá var hún yfirleitt með mígreni sem varði í nokkra daga í senn.

Hún segir að hún hafi verið tíður gestur á bráðamótökunni en læknar tjáðu henni stöðugt að það væru brjóstin á henni sem væru að valda henni þessum mikla sársauka.

Kerisha sem starfar sem félagsráðgjafi í skóla í Beaumont í Texas segir að stærð brjóstanna komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið, hoppað eða stundað líkamsrækt. Brjóstin á henni takmörkuðu gæði hennar daglega lífs.

Hefði Kerisha ekki farið í brjóstaminnkun hefði hún á endanum fengið kúrvu á bakið þar sem hryggurinn myndi svigna fram á við vegna þyngd brjóstanna. Hvort brjóstið vóg tæp 7 kíló en lýtalæknirinn sem framkvæmdi brjóstaminnkunina á Kerishu hafði aldrei séð svona stór brjóst áður. Læknirinn sagði að það væri eins og Kerisha bæri stöðugt þrjá körfubolta framan á sér.

Aðgerðin sem tók fjóra tíma gekk vel og vaknaði Kerisha 7 kílóum léttari. Í dag er Kerisha í stærð DD en hún líkir brjóstunum við slæmt samband. Eftir að brjóstin voru farin áttaði hún sig loks á því hvað ástandið var orðið slæmt.

090814-ktrk-breast-reduction-04

090814-ktrk-breast-reduction-03

101514-ktrk-breast-reduction-01

072813-ktrk-breast-reduction-07

SHARE