Baráttuherferðin THIS GIRL CAN gerir allt vitlaust!

Yfir tvær milljón manns hafa horft á þetta magnaða hvatningarmyndband, sem framleitt var af Sport England og er helgað nýjustu herferð þeirra; THIS GIRL CAN en herferðin miðar að því að hvetja konur til aukinnar hreyfingu.

Tilgangurinn er einfaldur og skilaboðin öflug: Að hvetja stúlkur og konur á öllum aldri til að iðka íþróttir og tómstundagaman sem krefst líkamlegrar áreynslu. Myndbandið var gefið út í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að milljónir kvenna víðs vegar um heim eru hræddar við að æfa líkamrækt af þeirri einföldu ástæðu að þær telja að aðrir muni dæma þær of hart.

.

screenshot-www.youtube.com 2015-01-18 18-59-32

.

Í yfirlýsingu frá Sport England segir:

Aldrei áður hafa konur verið sýndar í einmitt þessu ljósi; sveittar og dinglandi meðan þær hamast við æfingar. Myndbandinu er ætlað að varpa raunverulegu ljósi á konur sem iðka íþróttir með því að birta raunhæf myndskeið sem eru alger andstæða við þá fínpússuðu og tilgerðarlegu ímynd sem konur eru orðnar svo vanar að sjá á skjánum.

Herferðinni er einnig ætlað að hvetja konur til þess að hætta að halda aftur af sér – að sprengja af sér höftin. „Sveitt eins og svín” – „Liðug eins og refur” – „Ég þrusa boltum, dílaðu við það” eru allt slagorð sem má sjá í myndskeiðinu sem er ætlað að hvetja til viðhorfsbreytinga og styðja konur til aukinnar jákvæðrar sjálfsvitundar.

.

screenshot-www.youtube.com 2015-01-18 19-00-00

.

Talsvert færri konur iðka íþróttir samanborið við þann fjölda karlmanna sem ástunda reglulega hreyfingu af einhverju tagi, en samkvæmt heimildum Sport England, stendur ótti við sleggudóma vegna útlitseinkenna, takmörkuð geta og jafnvel hégómi í veg fyrir að fjölmargar konur iðki hreyfingu í meira mæli.

.

screenshot-www.youtube.com 2015-01-18 19-00-54

.

Þó þekktir þættir á borð við tímaskort, útgjöld og fjölskylduhagi spili vissulega einnig þátt þegar að þeirri ákvörðun að fresta líkamlegri hreyfingu kemur, er óttinn við dóm annarra gríðarlega stór þáttur. Óttinn við að vera átalin í yfirstærð, að falla ekki inn í hópinn og að vera ekki nægilega góð til að geta iðkað sportið stendur líka í vegi fyrir ófáum konum.

.

screenshot-www.youtube.com 2015-01-18 19-01-24

.

Jennie Price, sem fer fyrir herferðinni og gegnir stöðu framkvæmdarstjóra Sport England segir jafnframt aðspurð um herferðina sjálfa:

„Allar þær konur sem ég ræddi við í tengslum við herferðina – mörg hundruð konur – tengja við þann ótta að vera ekki talin vera nógu góð á einhvern hátt. Allar voru þær sannfærðar um að þær einar, og engin önnur kona, upplifði sama óttann – en það er einmitt þessi hindrun sem við viljum ráðast gegn.”

„Herferðinni er ætlað að koma þeim skilaboðum áleiðis að það skiptir engu hvort þú ert dálítið slök eða alveg frábær, það sem skiptir mestu er að þú ert kona sem hrindir hugmyndum í framkvæmd og að þeirri ákvörðun og framkvæmd ber að fagna.”

Myndbandið, sem er algerlega frábært, má sjá hér að neðan en það hefur farið sigurför á örfáum dögum – þegar þessi orð eru rituð hafa tvær milljónir manns horft á baráttumyndbandið og samskiptamiðlar hreinlega loga af kappi og atorku.

 ÁFRAM STELPUR!

Náði herferðin til þín? Þetta gerðist á bak við tjöldin!

Tengdar greinar:

Æfingar fyrir sumarhúsið og útileguna

Of feit til að hlaupa?

20 mínútna kraftganga daglega

SHARE